Félagið „Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni“ býður þér í vöfflu laugardaginn 22. febrúar kl. 14:00.

Þetta innflutnings-boð er haldið af tilefni af því að verklegum framkvæmdum við húsnæði Fræðasetursins er nú lokið en sjálfboðaliðar hafa lagt fram mikla vinnu síðustu mánuði við að standsetja húsnæðið og nú er allt að verða klárt í að hefja þá starfsemi sem stefnt var að.

Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni mun leggja áherslu á að safna, skrásetja og sýna skátamuni og –minjar auk þess að bjóða gestum sínum upp á fræðslu um sjálfbæra orkuöflun, einstaka náttúru og sögu svæðisins.

Við hvetjum alla skáta á öllum aldri að drífa sig í heimsókn til okkar á B-P daginn og fagna þessum áfanga með okkur. Blóm afþökkuð en skátamunir vel þegnir.

Allir eru velkomnir.

Hér má sjá leiðbeiningar um aðkomu:
Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni er rétt austan við Ljósafossstöð. Gott er að leggja bílum við stöðina og ganga að Fræðasetrinu.
Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni er rétt austan við Ljósafossstöð. Gott er að leggja bílum við stöðina og ganga að Fræðasetrinu.