Fjör við Fossá

„Þetta hefur gengið óskaplega vel í dag, veðrið leikið við okkur og þátttakendur standa sig mjög vel” segir Finnbogi Jónasson einn leiðangursstjóra Vetraráskorunar Crean sem hófst í gærkvöldi.

„Við vorum komin hingað á Úlfljótsvatn um kvöldmatarleitið í gær og eftir að við höfðum komið okkur fyrir í skálum var boðið til matarveislu, Stroganoff með kartöflumús eins og hver gat í sig látið” bætir Finnbogi við.

Fyrri part dags spreyttu þátttakendur sig á fjölbreyttum verkefnum svo sem sig og sjúkrabörugerð en eftir hádegið var svo haldið inn að Fossá þar sem þau hafa verið að koma sér upp tjaldbúð þar sem gist verður næstu daga.

„Við erum að gera okkur klár í kvöldmatinn núna, þátttakendur elda á prímusum enda veðrið tær snilld þótt það sé eilítið svalt. Í kvöld verður svo landafræðifræðsla og léttir leikir” segir Finnbogi og kveður.

Skátamál fylgist að sjálfsögðu með framvindu mála!

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar