„Allir skemmtu sér konunglega“, sagði Jón Andri Helgason, starfsmaður Skátasambands Reykjavíkur, en skátar í Reykjavík stóðu fyrir skátaratleik fyrir fjölskylduna í kringum tjörnina í tengslum við Barnamenningarhátíð. „Þegar krakkarnir voru spurðir hvað hafi verið skemmtilegast var svarið einfalt….  svifbrautin“. Fjöldi barna og fullorðinna tóku þátt

Skemmtilegast í svifbrautinni
Skemmtilegast í svifbrautinni

 

Skemmtilegar þrautir sem fjölskyldan leysti saman

Í ratleiknum þurftu þátttakendur að leysa 10 skemmtilegar skátaþrautir eins og að fara niður svifbraut, þræða köngulóarveg, finna hluti blindandi, búa til listaverk úr nátturunni, klifra upp klifurvegg, og margt fleira. Ratleikurinn var sérstaklega hannaður til þess að fjölskyldur gætu leyst verkefnin saman.

Klifrað í línu - mamma nálægt ef ske kynni....
Klifrað í línu – mamma nálægt ef ske kynni….

 

Drekaskátar skelltu sér í ratleik

Drekaskátasveitin Rostungar úr skátafélaginu Segli nýttu sér tækifærið og smalaði öllum drekaskátum í ratleikinn og voru bæði foringjar og skátarnir gífurlega ánægðir með daginn.

Drekar með foringjum tilbúnir í slaginn
Drekar með foringjum tilbúnir í slaginn

 

Vinningur fyrir bestu myndina

Ratleikurinn var settur upp þannig að þátttakendur áttu að fanga skemmtileg augnablik á mynd og setja inn á netið og merka þær með kassamerkinu #skatahatid. Svo birtast myndirnar á heimasíðu skátasambandsins. Einnig var barnamenningarhátíð með sérstök kassamerki #bmhatid og #barnamenning. Yfir daginn voru myndir úr ratleiknum mjög áberandi inná síðu barnamenningarhátíðar. Ein mynd með merkinu #skatahatid verður dregin út og fær í vinning námskeið fyrir barn 8 – 12 ára í Útilífsskóla skátanna. Það verður spennandi að sjá hver hreppir vinninginn. Fylgist með á http://ssr.is/barnamenningarhatid2014/

 

Fleiri myndir á facebooksíðu skátanna er að finna hér

 

Myndir merktar #skatahatid  er að finna hér

 

Heimasíðu Skátasambands Reykjvíkur er að finna hér

 

Heimasíðu Útilífsskóla skátanna er að finna hér

 

Heimasíðu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík er að finna hér

 

Titilmynd í fullri upplausn er að finna hér