Skátafélagið Kópar býður öllum skátum í fjölskylduferð

Fimmtudaginn 25. maí (uppstigningardag) verður farin fjölskylduferð í skátaskálann Þrist sem er í eigu Kópa.

Hist verður við Hrafnhóla klukkan 12:00, þaðan geta þeir sem vilja gengið að skálanum (ca. 30-40 mín), en líka er hægt að keyra nær, jafnvel upp að gili og rölta þaðan.

Í Þristi verður boðið upp á smá hressinu (kakó, kaffi og meðlæti) en mælt er með að taka með nesti. Farið verður í leiki og sungið saman áður en haldið verður heim á leið.

Munum að klæða okkur eftir veðri.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Staðsetning:Þristur er í Þverárdal undir Móskarðshnúkum.

Akstur: Ekið er sem leið liggur inn Mosfellsdalinn, framhjá Gljúfrasteini og u.þ.b. 2 km til viðbótar. Þá er afleggjari til vinstri (í norður) og við hann stendur rafmagnsskúr sem er A-hús. Ekið er upp þann afleggjara þar til komið er að bænum Hrafnhólum. Þar er farið niður fyrir bæinn meðfram ánni og þegar komið er að vaði yfir ánna er EKKI farið lengra heldur farið í gegnum hlið sem er þar hægra megin. Þá er ekið eins og leið liggur eftir veginum þangað til komið er að stóru gili. Þar er best að leggja bílnum og ganga síðasta spölin sem er u.þ.b. 300 m./ 10 mín ganga.  Á sumrin er hægt að komast að planinu við gilið á fólksbíl/góðum jeppa en á veturna er það ekki ráðlagt.  Snjór er ruddur að Hrafnhólum og er um 30 mínútna gangur þaðan að skála