Nýtt ár fór vel af  stað hjá Gilwell-skólanum með námskeiði á laugardag. Dagbjört Brynjarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu- og dagskrármála í Skátamiðstöð segir að hópurinn sé einstaklega fjölbreyttur og að skemmtilegar umræður hafi spunnist í tengslum við verkefni námskeiðsins, sem var fyrsta skref í leiðtogaþjálfuninni.

Dagbjört segir að einnig hafi verið mikil breidd í aldri meðal þátttakenda. „Hér er fólk sem er algjörir nýliðar í skátastarfi, m.a. foreldrar skáta og svo einnig skátar sem hafa verið aldir upp í skátastarfinu,“ segir hún. „Elsti þátttakandinn verður 75 ára eftir mánuð en yngsti varð 18 ára fyrir mánuði síðan.“ Meðalaldur þátttakenda var um 32 ár.

Leiðbeinendahópurinn stækkar

Leiðbeinendahópurinn um helgina var stór, sjö leiðbeinendur í heildina þar af tveir nýir:

 • Ólafur Proppé
 • Björk Norðdahl
 • Eygló Viðarsdóttir Biering
 • Benjamin Axel Árnason
 • Rósbjörg Þórðardóttir
 • Jón Egill Hafsteinsson
 • Dagbjört Brynjarsdóttir
Gilwell námskeiðið á laugardag var haldið í Skátamiðstöðinni
Gilwell námskeiðið á laugardag var haldið í Skátamiðstöðinni

Ágæt dreifing milli skátafélaga

Þátttakendur voru  24 talsins frá 10 skátafélögum. Kópar voru fjölmennastir með fimm fulltrúa, Hraunbúar með fjóra og Heiðabúar með þrjá. Frá félögunum í Reykjavík eru samtals fimm. Frá Akranesi komu tveir og einn frá Héraðsbúum.   Þrír starfsmenn frá Bandalagi íslenskra skáta (BÍS) sóttu námskeiðið

 • Erika Eik Bjarkadóttir, Hamar
 • Linda Björk Hallgrímsdóttir, BÍS
 • Eva Rós Sveinsdóttir, BÍS
 • Anita Engley Guðbergdóttir, Heiðabúar
 • Birta Ísafold Jónasdóttir, Mosverjar
 • Hrönn Óskarsdóttir, Skátafélag Akraness
 • Sylvía Rós Helgadóttir, Skátafélag Akraness
 • Berglind Mjöll Jónsdóttir,  Hraunbúar
 • Jón Helgason, Kópar
 • Selma Björk Hauksdóttir, Heiðabúar
 • Sigríður Hrund Pétursdóttir, Kópar
 • Sigríður Ágústdóttir, BÍS
 • Dagbjört Jóhannesdóttir, Hraunbúar
 • Þórhallur Helgason, Segull
 • Guðvarður Björgvin F Ólafsson, Hraunbúar
 • Jóhanna Björg Másdóttir, Kópar
 • Heiða Hrönn Másdóttir, Kópar
 • Bjarki Sigurðsson, Héraðsbúar
 • Axel Hafþór Bergm. Steinarsson, Árbúar
 • Írena Játvarðardóttir, Hamar
 • Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Skjöldungar
 • Birgir V. Dagbjartssson, Hraunbúar
 • Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Kópar
 • Rakel Ósk heimisdóttir, Heiðabúar

Næstu skref hjá Gilwell-skólanum

Næsta námskeið verður svo  um miðjan febrúar og heldur hópurinn sem byrjaði á laugardag áfram og aðrir sem hafa lokið fyrsta skrefi geta bæst í hópinn:

 • 20. febrúar 2016 – 2. skref (Skátamiðstöðinni í Reykjavík).
 • 21. febrúar-15. apríl 2016 – 3. skref (vettvangsnám fyrir þá sem vilja útskrifast í lok mai 2016).
 • 16. apríl 2016 – 4. skref (Skátamiðstöðinni í Reykjavík).
 • 28.-29. maí 2016 – 5. skref og útskrift (Úlfljótsvatni).
 • 26.-28. ágúst 2016 – 1. og 2. skref „Sumar-Gilwell“ (Úlfljótsvatni)
 • 16.-18. september 2016 – 5. skref og útskrift (Úlfljótsvatni).

 

Gilwell-skólinn á Íslandi er rekinn af Bandalagi íslenskra skáta (BÍS). Hann býður bæði grunnþjálfun í samræmi við ramma alþjóðasamtaka skáta (WOSM) og símenntun – bæði endurmenntun og framhaldsþjálfun á fjölmörgum sviðum leiðtogafræða. Skoða nánari upplýsingar um skipulag Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar