Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar mætti allt í ósamstæðum sokkum í dag.

Í dag er alþjóðlegur downs-dagur og fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum í tilefni dagsins til að fagna og sýna samstöðu með fjölbreytileikanum. Virkjum vini, fjölskyldu, skólafélaga og samstarfsfólk.

Við hvetjum alla skáta til að taka þátt því skátastarf er fyrir alla!

Deilið endilega myndum frá deginum á Instagram með merkinu #downsfelag og #downsdagurinn.