Hér með er auglýst eftir áhugasömum skátum sem vilja starfa með aðstoðarskátahöfðingja í vinnuhópnum Félagsráð Bandalags íslenskra skáta.  Hlutverk hópsins er að vera aðstoðarskátahöfðingja til ráðgjafar og aðstoðar, líkt og gildir um fastaráð BÍS.

Leitað er að 4 einstaklingum til þess að starfa í vinnuhópnum í eitt ár.  Aðstoðarskátahöfðingi í samráði við stjórn BÍS mun skipa vinnuhópinn, en leitast verður við að hafa sem breiðastan hóp með bakgrunn í daglegum rekstri skátafélaga. Vinnuhópnum Félagsráð BÍS er heimilt að leita til fleiri einstaklinga eftir aðstoð og stuðningi.

Skv. núgildandi lögum BÍS er hlutverk aðstoðarskátahöfðingja meðal annars að sjá um tengslin við skátafélögin í landinu. Eitt af verkefnum hans er stuðningur við skátafélögin og verður það megin áhersla í starfi vinnuhópsins Félagsráð BÍS næsta árið.

Umsóknum skal skilað til félagsmálastjóra BÍS, Júlíusar Aðalsteinssonar, á netfangið julius@skatar.is í seinasta lagi mánudaginn 28. apríl. Vinsamlegast merkið erindið ”félagsráð”. Fram skulu koma upplýsingar um fyrri reynslu úr skátastarfi sem og annarri reynslu sem gæti nýtst í þessu starfi.

Með skátakveðju

Fríður Finna Sigurðardóttir, aðstoðarskátahöfðingi.