Alþjóðaráð BÍS auglýsir eftir fararstjóra á World Scout Moot 2017. Viðkomandi mun fá mikla innsýn í skipulag WSM og bera ábyrgð á þátttöku íslenskra skáta í mótinu.

Helstu verkefni:

 • Undirbúningur og framkvæmd ferðar á World Scout Moot 2017 m.a.:wsm2017-logo-color
  • Kynning á World Scout Moot til íslenskra skáta
  • Halda utan um skráningu
  • Halda utan um þátttakendahóp
  • Samskipti við World Scout Moot 2017

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af foringjastörfum
 • Þátttaka í alþjóðastarfi skáta
 • Góð samskiptahæfni og leiðtogahæfni
 • Þekking á verkefnastjórnun

Áhugasamir skili inn umsóknum til Jóns Ingvars Bragasonar viðburðastjóra BÍS. Í umsókn þarf að koma fram yfirlit yfir skátareynslu, menntun ásamt kynningarbréfi. Umsóknarfrestur hefur verið framlendur til 30. desember.