Um helgina fór fram 5. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar á Úlfjótsvatni.

Úlfljótsvatn skartaði sínu fegursta í vetrardýrðinni og sagan og minningarnar í Gilwell skálanum settu mark sitt á stemningu helgarinnar.

Að venju var helgin hlaðin af flottum fyrirlestrum og var það Vanda Sigurgeirsdóttir sem reið á vaðið á laugardagsmorgun. Í kjölfarið kom Jakob Frímann Þorsteinsson með sitt erindi. Auk þeirra héldu Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Ólafur Proppé og Björk Norðdahl erindi.

Vöfflurnar alltaf góðar.

Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka að hætti Björgvins Magnússonar DCC var að sjálfsögðu á sínum stað.

Helgin endaði svo að vanda á útskrift úr Gilwell-skólanum og vöffluboði á sunnudeginum.

Að þessu sinni útskrifuðust 16 nýir Gilwell skátar. 12 voru að ljúka hefðbundinni 5 skrefa vegferð en við það bættust svo 4 skátar sem áttu eftir að fá afhent einkenni sín frá fyrri tíð.

 

 

Útskrifaðir Gilwell skátar 21. janúar 2018 eru eftirfarandi:

Guðjón Hafsteinn Kristinsson Segull
Marta Björgvinsdóttir Segull
Helga Þórey Júlíudóttir Skjöldungar
Óskar Þór Þráinsson Skjöldungar
Hjörtur Már Markússon Mosverjar
Kristín Hrönn Þráinsdóttir Kópar
Harpa Óskarsdóttir Hafernir
Egle Sipaviciute Landnemar
Valgerður Stefánsdóttir Skf. Akraness
Ástrós Eva Guðnadóttir Eilífsbúar
Daði Auðunsson Skjöldungar
Arnar Breki Eyjólfsson Vífill

 

Og frá fyrri árum:

Ágúst Þorsteinsson, fv. skátahöfðingi Vífill
Jón Svan Sverrisson Vífill
Ólafur Loftsson Landnemi
Sigmar Sigurðsson Vífill

 

Gilwell-skólinn óskar þeim öllum innilega til hamingju með áfangann og einnig skátahreyfingunni til hamingju með þennan flotta hóp.