Hvað er það sem er gott við skátastarfið og  hvernig við getum gert starfið betra – voru spurningar sem meðal annarra var unnið með á viðburðinum Rödd ungra skáta (RUS) haldinn var í skátaheimilinu á Akranesi, helgina 6.-8. nóvember 2015.

Svörin við spurningum sem unnið var með eru nú komar í samantekt ungmennaráðs sem stóð fyrir viðburðinum.  Áhugavert er að glugga í þær.

Skálalykt, sveittir sokkar og ekkert hatur

Það stóð ekki á svörum og ekki heldur vantaði húmorinn þegar leitað var svara við hvað væri gott við skátastarfið, en þátttakendur með fjölbreytta reynslu af skátastarfi hjá mörgum skátafélögum.

 • Hugmyndaríkir skátar með framtíðarsýn
  Hugmyndaríkir skátar með framtíðarsýn

  Hvað er gott við skátastarf?

  • Einstaklingurinn: Uppbygging einstaklingsins, sjálfstraustið, sjálfstæði
  • Alþjóðlegt: Alþjóðastarfið, Alþjóðafjölskyldan
  • Flokkar/Hópar: Vináttan, samheldnin er stemmari, nándin, samvinnan,
  • Alþjóðastarfið
  • Viðburðir: Virkir viðburðir eru geggjað flottir, minni mót/útilegur hjá félögum, Jamboree, kvöldvökur, skátapepp, landsmót, sofét, skátaferðir, Úlfljótsvatn, Hamrar, RUS, Fræðslukvöld, hellagisting
  • Stemmingin
  • Gítardjammið
  • Engin kynjamismunur
  • Veður skiptir ekki máli
  • Samheldnin er stemmari
  • Félagslífið
  • Ekkert hatur, flottur hattur
  • Skálalykt
  • Sveittir sokkar

IMG_5670

Skátum sé ekki ýtt of fljótt í ábyrgðarstöður

Ungum skátum er hugleikið að skátar fái að njóta þess að vera í almennu skátastarfi fyrir sinn aldur, en sé ekki ýtt of fljótt í að verða foringjar.  Hér er listi sem BÍS-arar ættu að lesa vel.

 • Hvernig getur BÍS komið að því að styrkja starfið? Og hvernig getið þið styrkt starfið?
  • Bragi á að sýna sig meira fyrir litla fólkinu J
  • BÍS þarf að sýna meiri eftirfylgni með stjónum félaga – passa t.d. að skátum sé ekki ýtt of mikið á ábyrgðarstöður um ungir (t.d. 17 ára sveitarforingjar)
   • Fylgjast með og bjóðast til að hjálpa foringjum meira
   • Hjálpa félögum við útilegur
   • Hækka aldur sveitarforingja dreka og fálka upp í 20 ár upp á reynslu, þroska og þekkingu.IMG_5705
   • Aukna foringjafræðslu
   • Koma í félögin til að efla samskipti í stjórn og/eða á milli foringja.
    • Allt of algengt að það séu vandamál/pirringur milli stjórnar/foringja.
   • Einstaklingurinn skapar það starf sem hann þráir – vantar samt oft að foringjar sýni frumkvæðið og fái stuðning
  • Hugmynda-dagskrár-fræðslufundir (BÍS)
  • Fleiri myndir á Facebook (BÍS)
  • Tengja BÍS meira við ungu kynslóðina, þ.e. að sýna þeim hvað er í gangi
  • Gera BÍS meira aðlaðandi
   • Vera vinalegri
   • Kaffiboð og umræður
   • Frír matur
  • Breyta ÚSÚ í ÚSU aftur, ekki ferðaþjónustu
  • Stoppa „gamla fólkið“ frá því að stoppa nútímann af í skátastarfinu.
  • Sumarstarf – efla taktfast starf
  • Halda hátíðlega upp á jólin – svona eins og litlu jól nema hafa það stóru jól fyrir alla skáta.
  • Af hverju mega skátar ekki auglýsa sig?! Gæti eflt skátastarfið!
  • Auglýsa betur – hafa stóra viðburði fyrir alla til þess að fá fleiri í skátana
   • d. hægt með samfélagsmiðlum, fá foringja til að auglýsa og senda tölvupóst á alla.
  • Halda góðum samskiptaleiðum upplýstum og opnum.
  • Það þarf að efla skilning æa skátastarfi fyrir fólk utan þess
  • Kynna BÍS og WAGGS/WOSSM – og muninn á okkar kerfi og því útlenska
  • Fá ungu kynslóðina til að skipuleggja dagskrá fyrir sinn aldur
  • Þurfum að sýna það að við séum ekki lélegri en íþróttafélög.
  • Halda fólki í skátastarfi með því að vera vingjarnlegur og góður og hvetja þá þannig til að vera áfram.
   • Hvetja skáta í því að framkvæma litlar og stórar hugmyndir sjálfa – en sýna að það sé einnig hægt að fá aðstoða við framkvæmdir.
  • Betri mæting á viðburði – hvetja einnig óvirka skáta í að mæta

IMG_5689

Betri viðburðir og bæta upplýsingaflæðið

Þátttakendur á Rödd ungra skátar voru með margar hugmyndir um hvað það væri sem vantar inn í starfið. Hér er nokkurs konar gátlisti fyrir þá sem halda utan um upplýsingamiðlun og viðburðastjórnun.

 • Hvað vantar?
  • Mjög mikið var talað um að það vantaði viðburð fyrir þennan aldur svipaðan og „Saman“ (með öðru nafni)
  • Upplýsingar um við hvað ráðin starfa
   • Halda kynningarfund eða útilegur þar sem farið er yfir hvað ráðin gera
   • Einnig góður vettvangur fyrir skátana að kynnast fólkinu sem situr í ráðunum.
   • Auglýsa stjórnarfundi
  • Að koma og kanna stöðu á stjórn félaga og foringjastarfi
  • Endurvekja Smiðjudaga
  • Meira upplýsingaflæði – ALLS STAÐAR
  • Að foringjar fái handleiðslu
   • d. í því hvernig eigi að tala við foreldra skáta
   • Vinna með andlegu hlið barnsins t.d. þegar börn rífast, segja ljót orð o.s.frv.
  • Fá lista yfir öll mót og viðburði senda heim
  • Fá þriðjudagspóstinn inn á rekkaskáta facebook síðuna
   • Auglýsa þar ef þörf er á fararstjórum eða þátttakendum.
   • Auglýsa lítil mót í heiminum
  • Ósk um að stjórn skátafélaga sendi fulltrúa á Skátaþing.

IMG_5708Skátabúningurinn henti íslenskum aðstæðum

Ungir skátar hafa vissulega einnig skoðun á skátabúningnum, sem þau telja að megi vel fara í hönnunarsamkeppni, og einnig landsmótum, þar sem sett er fram hugmynd um einstaklingsskráningu fyrir rekka- og róverskáta.

 • Skátabúningurinn
  • Vilja hafa almennan(/vinnu) búning og formlegan (/hátíðar) búning.
   • Vinnuskyrta á að vera með merkjum, auðveld í þrifum, með smellum, vera þæginleg og anda.
   • Vinnuskyrtan á að vera með „ermahöldurum“
   • Fálkar og drekar eiga ekki að mega ganga í hátíðarskyrtum (peningasóun)
   • Skyrturnar þurfa að henta íslenskum aðstæðum
   • Hátíðarskyrtan á að vera fín og allir eins, með spýsum og brjóstvösum.
   • Hátíðarskyrtan á ekki að vera í sama lit og strætó skyrturnar
   • Taka beltið aftur í umferð
   • Halda skátabúninga hönnunarkeppni
   • Ekki hafa skyrturnar úr bómul
   • Spurning um félagaklúta?
  • Skátakjóll
   • Rétt fyrir neðan hné
   • Ætti að vera í boði
  • Þarf að endurskoða merkjareglur og búningareglur!
  • Prjónaðar skátapeysur?
 • Hvað er ekki að ná nógum miklum vinsældum?
  • Það vantar viðburð eins og „Saman“, Extreme viðburði, útivistarviðburði, survival útilegur, sumarviðburði og gönguviðburði
  • Fáir viðburðir
  • Áhugaverð fræðslukvöld
   • Bömmer þegar þau falla niður vegna vansóknar
  • Samstarf milli björgunarsveita og skáta
  • Úlfljótsvatn er orðið meira ferðaþjónusta en skátastaður
 • Landsmót
  • Eru haldin með of stuttu millibili
   • Mikið af viðburðum fyrir rekka og róver sem að heldur þeim frá landsmóti
  • Breyta þarf ,,Skátaflokk Íslands“
  • Hafa lengri ferðir og smiðjur fyrir þá eldri, og krefjandi verkefni.
  • Rekka og róver helgi er frábær og má ekki sleppa
  • Þarf að hafa einstaklingsskráningu fyrir rekka og róver – blanda þeim saman í flokka á landsmóti, s.s. hafa samsteypuflokka.

IMG_5710

Vettvangur fyrir rekka- og róverskáta

Það er ungmennaráð BÍS (Bandalags íslenskra skáta) sem stóð fyrir viðburðinum og var með honum verið að skapa vettvang fyrir Rekka- og Róverskáta til að hittast og ræða málin. RUS var kynnt með þeim hætti að tölvupóstur var sendur á félög og rekka- og róverskáta. Einnig var hann kynnur á snapchat og facebook, auk þess sem ungmennaráðið var duglegt að koma honum á framfæri við hin ýmsu tækifæri.

Setning fór fram á föstudagskvöldinu, þá var einnig á dagskrá hópefli. Á laugardeginum var byrjað á göngu um bæjarfélagið, snæddur hádegismatur og hópnum skipt upp í smærri hópa fyrir umræður. Eftir umræður voru þáttakendur beðnir um að útbúa viðburð sem þeim fyndist vanta, svo komu örkynningar frá ýmsum félagasamtökum, þá sameiginlegur kvöldmatur og svo var deginum slúttað með góðu sundlaugarpartýi.  Á sunnudeginum kom svo aðstoðarskátahöfðingi og kynnti starf BÍS og stjórnar, frágangur og slit.

Almenn ánægja var með viðburðinn, að sögn þeirra sem eru í ungmennaráði, þó þarf að huga að ýmsu fyrir næsta RUS eins og dagsetninu og annað.  Ungmennaráðið hefði viljað sjá betri mætingu en mörg félög voru í félagsútilegum, auk þess var Airwaves tónlistarhátíðin þessa sömu helgi.  Þeim þykir líklegt að þessir þættir hafi haft áhrif á þátttöku á viðburðinum.