Hópur danskra skáta sem staddur er hérlendis þessa dagana vill kenna íslenskum kollegum sínum að búa til risa-stórleik.
Kynning í kvöld og annað kvöld fyrir þá sem vilja læra að stýra stórleikjum
Kynning í kvöld og annað kvöld fyrir þá sem vilja læra að stýra stórleikjum
„Þessir leikir eru mjög vinsælir í Danmörku og eru að breiðast út til fleiri landa og vonandi Íslands í framhaldi af þessu námskeiði,“ segir Erika Eik í dagskrárráði skáta.

Hópurinn sem leiðbeinir á námskeiðunum miðar við að jafnaldrar kenni jafnöldrum, en þau eru öll á aldrinum 15-18 ára. Allir eru þó velkomnir á námskeiðin, en þau eru í dag kl. 5 í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ og á morgun, miðvikudaginn 14. október, kl. 5 í skátaheimili Landnema að Háuhlíð 9.  „Á miðvikudaginn ætla þau að útbúa mini adventure scout race fyrir okkur að prófa,“ segir Erika spennt.

Hér fyrir neðan eru dæmi um slíka viðburði sem dönsku skátarnir fíla í botn.