Hæ öll! Ég er stolt af því að hafa verið fyrst til þess að skrá mig á Sumar-Gilwell og hlakka mikið til að hitta ykkur sem flest þar! Það er engin spurning að sú leiðtogaþjálfun sem við fáum í gegnum Gilwellskólann er okkur mjög mikilvæg og ég ætla að vera með! Hlakka til að sjá þig á Úlfljótsvatni – kveðja, Marta.

Ævintýralegt Sumar-Gilwell

Gilwellskólinn býður skátum 18 ára og eldri að taka þátt í ævintýralegu sumarnámskeiði dagana 25. – 27. ágúst. Námskeiðið fer fram á Úlfljótsvatni og verður lögð áhersla á upplifun og útivist í bland við fræðslu um starfsgrunn skáta og markmið og leiðir í skátastarfi.

Færni, fræðsla og fjör

Á námskeiðinu taka þátttakendur fyrstu tvö skrefin í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni: „Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta“ og „Markmið og leiðir í skátastarfi“. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, umræðuhópum og verkefnavinnu þar sem þátttakendur spreyta sig á ýmsum viðfangsefnum, reisa sér tjaldbúð sem þeir búa og starfa í með sínum flokki og glíma við ögrandi verkefni sem miða að því að efla hópinn og auka færni í útivist og tjaldbúðalífi.

:: Skoða kynningarbækling

:: Skráning

 

Mikið er að gerast í Gilwell-leiðtogaþjálfun í nóvember.

Laugardaginn næsta, 5. nóvember er 2. skref fyrir þá sem hófu vegferðina i október. Hér má sjá upplýsingar um það skref.

Laugardaginn 19. nóvember verður svo 4. skref fyrir þá sem hófu vegferðina á Sumar-gilwell eða fyrr. Hér má sjá upplýsingar um það skref.

Ef þig langar að vera með fer næsti hópur af stað þann 14. janúar. Frekari upplýsingar um það má finna hér.

Frekari upplýsinga um Gilwell-leiðtogaþjálfun má svo finna hér.

Haustið fer af stað af miklum krafti hjá Gilwell-skólanum. Helgina 26.-28. ágúst mættu 29 skátar á Sumar-Gilwell sem haldið var á Úlfljótsvatni og luku þar fyrri hlutanum af leiðtogaþjálfuninni ásamt því að upplifa, njóta og skemmta sér við tjaldbúðarstörf, taka þátt í “alvöru” varðeldi og sofa í tjaldi.

Sumar-Gilwell2015 Árið 2015 var í fyrsta sinn komið á móts við ævintýraþyrsta skáta sem vildu Gilwell “með gamla laginu” og sett saman námskeið þar sem tekist er á við áskoranir í tjaldbúð og náttúru, en þó fá alla þá fræðslu sem námskrá Gilwell-skólans gerir ráð fyrir. Það ár mættu 12 skátar og tókst helgin frábærlega þrátt fyrir að hópurinn hafi ekki verið stór.

Það var því mikil eftirvænting í 29 manna hópnum sem mætti austur á Úlfljótsvatn í ár til að vera með á Sumar-Gilwell. Skemmst er frá því að segja að helgin tókst enn betur en í fyrra og það voru kátir og vel fræddir skátar sem lögðu af stað í vetrarstarfið í sínum skátafélögum núna í september. “Það kom mér skemmtilega á óvart hve vel tókst til að blanda saman fræðslunni og upplifuninni. Og með því tókst okkur að skilja betur uppbygginguna og stígandann í starfi skátanna.” (Salka Guðmundsdóttir, Dúfa úr Mosverjum)

En hvað með þá sem ekki hafa tækifæri á að taka Sumar-Gilwell?gilwell-logo-250pix

Þeir hafa enn tækifæri til að hefja sína vegferð.

Þann 1. október fer nýr hópur af stað. Sá hópur fer hefðbundnu leiðina að skrefunum 5. Nú þegar hafa 20 skátar skráð sig og von er á fleirum.

Það má því með sanni segja að Gilwell-skólinn sé kominn á flug á þessu hausti.

Þegar árið verður tekið saman þá hafa hátt í 75 skátar hafið vegferðina.

Ætlar þú að vera einn af þeim?

Skráning stendur enn yfir fyrir 1. skrefið þann 1. október – smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

:: Lesa meira um Gilwell-leiðtogaþjálfun

 

Tuttugu og þrír skátar luku Gilwell-leiðtogaþjálfuninni 28.-29. maí sl. austur á Úlfljótsvatni. Lokaþátturinn í Gilwell-þjálfun þeirra var fólginn í helgarnámskeiði – fimmta skrefi þjálfunarinnar með yfirskriftinni „Leiðtogi í eigin lífi“.

Áður höfðu þeir lokið eftirfarandi fjórum skrefum ásamt tveimur Gilwell-verkefnum:

  • Skref 1: „Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta“
  • Skref 2: „Markmið og leiðir í skátastarfi“
  • Skref 3: „skátastarf á vettvangi“
  • Skref 4: „stjórnun og skipulagning skátastarfs“
IMG_7012

Persónulegar áskoranir voru hluti af dagskrá helgarinnar.

 

Þessi glæsilegi hópur nýrra Gilwell-skáta er afar öflugur og lofar góðu fyrir eflingu skátastarfs í landinu. Hann bætist í hóp þeirra fullorðnu sjálfboðaliða sem lokið hafa Gilwell-leiðtogaþjálfun og gera yngri skátum mögulegt að stunda skemmtilegt og uppbyggjandi skátastarf – skátastarf sem gefur ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Listi yfir nýju Gilwell-skátana er hér fyrir neðan.

Helgin austur á Úlfljótsvatni var einstaklega vel heppnuð. Á laugardagskvöld var glæsilegur hátíðarkvöldverður í boði Guðmundar Finnbogasonar. Svo var kvöldinu lokað með Gilwell-kvöldvöku í anda Björgvins Magnússonar. Það voru glaðir þátttakendur með ný Gilwell-einkenni ásamt leiðbeinendum og gestum sem héldu heim á leið að lokinni útskrift og vöffluveislu á sunnudag.

Aðalleiðbeinendur á námskeiðinu voru: Benjamín Axel Árnason, Dagbjört Brynjarsdóttir, Jakob Frímann Þorsteinsson, Ólafur Proppé og Vanda Sigurgeirsdóttir. Stjórnandi námskeiðsins var Jakob Frímann Þorsteinsson.

 

 

 

IMG_7009

Ýmiss hópeflisverkefni voru útfærð og sigruð

Nýju Gilwell-skátarnir:

  • Anita Engley Guðbergsdóttir, Heiðabúum
  • Axel Hafþór Bergm. Steinarsson, Árbúum
  • Birgir V Dagbjartsson, Hraunbúum
  • Birta Ísafold Jónasdóttir, Mosverjum
  • Bjarki Sigurðsson, Héraðsbúum
  • Bjarni Dagur Þórðarson, Hraunbúum
  • Christa Hörpudóttir, Vífli
  • Dagbjört Jóhannesdóttir, Hraunbúum
  • Davíð Sigurður Snorrason, Klakki
  • Edda Anika Einarsdóttir, Hamri
  • Erik Hafþór Pálsson Hillers, Vífli
  • Erika Eik Bjarkadóttir, Hamri
  • Heiða Hrönn Másdóttir, Kópum
  • Hörður Ingi Gunnarsson, Kópum
  • Jón Helgason, Kópum
  • Kristín Helga Sigurðardóttir, Vífli
  • Óttarr Guðlaugsson, BÍS
  • Rúnar Geir Guðjónsson, Hraunbúum
  • Selma Björk Hauksdóttir, Heiðabúum
  • Sigþrúður Jónasdóttir, Svönum
  • Sylvía Rós Helgadóttir, Skf. Akraness
  • Unnur Lilja Úlfarsdóttir, Kópum
  • Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Skjöldungum

Skátar á Íslandi óska þeim til hamingju með áfangann.

Margt er framundan í fræðslumálum. Sumarnámskeið skátafélaganna kalla á fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk, en einnig er verið að fræða sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

Lítum á dagatalið okkar (smellið á námskeiðið til að fá frekari upplýsingar):

17. maí                 Verndum þau námskeið hjá KFUM&K

19. maí                 Verndum þau námskeið í Skátamiðstöðinni

21.-22. maí         Skyndihjálparnámskeið fyrir rekkaskáta og eldri í Skátamiðstöðinni

24. maí                 Nóra námskeið í Skátamiðstöðinni

28.-29. maí         Gilwell-leiðtogaþjálfun, 5.skref á Úlfljótsvatni

6.-7. júní              Námskeið fyrir stjórnendur sumarnámskeiða í Skátamiðstöðinni

6.-8. júní              Námskeið fyrir starfsfólk sumarnámskeiða í Skátamiðstöðinni

8. júní                   Verndum þau námskeið í Skátamiðstöðinni

Það er því nokkuð ljóst að við verðum öll fróðari þegar skátamótasumarið gengur í garð.

Frekari upplýsingar gefur Dagga í Skátamiðstöðinni í netfangi dagga@skatar.is eða í síma 550-9806.

Gilwell-skólinn stendur fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun fyrir fullorðna sjálfboðaliða í skátastarfi. Auk þess hefur Gilwell-skólinn haldið framhaldsnámskeið þar sem kafað er dýpra í ýmis svið sem skipta máli fyrir framgang og eflingu skátastarfs í landinu. Flest framhaldsnámskeið eru tveggja daga námskeið – tveir laugardagar með nokkurra vikna millibili.

Á undanförnum misserum hefur Gilwell-skólinn staðið fyrir framhaldsnámskeiðum um mannauðsstjórnun sjálfboðaliða í skátastarf, viðburða- og verkefnastjórnun og markþjalfun og hlutverk mentora í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni. „Öll þessi námskeið hafa verið vel sótt og vakið athygli og áhuga fullorðinna skáta. Okkur hefur tekist að fá til liðs við okkar öflugu stjórnendur og leiðbeinendur ásamt þekktum fyrirlesurum og kennurum sem hafa reynslu af kennslu viðkomandi greina í fullorðinsfræðslu, m.a. í háskólum landsins“, segir Ólafur proppé skólastjóri Gilwell skólans og formaður fræðsluráðs BÍS.

Glæsilegur hópur brautskráður

IMG_6770

Mikil einbeiting í hópavinnu

Laugardaginn 23. apríl sl. lauk enn einu framhaldsnámskeiðið Gilwell-skólans – leiðbeinendanámskeiði – fyrir þá sem hafa áhuga á að kenna á námskeiðum innan skátahreyfingarinnar, þar á meðal á Gilwell-námskeiðum. Með því að ljúka tveimur framhaldsnámskeiðum opnast möguleikar á að gerast þátttakandi í Gilwell-teyminu sem er ábyrgt fyrir undirbúningi, framkvæmd og mati á grunn- og framhaldsnámi á vegum Gilwell-skólans.

Markmiðin með leiðbeinendanámskeiðinu voru að kynnast ýmsum þáttum er varða markmiðssetningu og áætlanagerð, fræðast um hlutverk stjórnenda og leiðbeinenda á námskeiðum, kynnast ýmsum kennsluaðferðum og kennslugögnum. Auk þess að fræðast um ýmsar leiðir til að gera námskeiðsdag lifandi og skemmtilegan og fá stutta kynningu á fullorðinsfræðslu og dagskrá fyrir börn og unglinga. Að lokum að fá tækifæri til að kenna og leiðbeina jafningjahópi og fá tilsögn um famsögn og framkomu.

FullSizeRender

Ýmis verkefni voru unnin. Td. myndaáskorun.

,,Glæsilegur hópur fjórtán fullorðinna leiðtoga í skátastarfi voru brautskráðir af þessu leiðbeinendanámskeiði sl. laugardag. Nokkrir úr hópnum eru þegar hluti af Gilwell-teyminu og auðvitað standa vonir til að sem flestir hinna sláist í hópinn síðar“, segir Ólafur að lokum.

Stjórnandi námskeiðsin var Ásta Bjarney Elíasdóttir. Aðrir leiðbeinendur voru Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Margrét Vala Gylfadóttir og Þórhallur Helgason – fyrir utan gestafyrirlesarana Ásu Helgu Ragnarsdóttur, aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Ingu Jónu Þórisdóttur, verkefnastjóra hjá Mími- símenntun.