*Frétt send á helstu fjölmiðla landsins 09.02.18

Snjókoma og veðurofsi eru á óskalista ungra skáta frá Ísland og Írlandi sem ætla meðal annars að gista í snjóhúsum og læra grunnatriði vetrarferðamennsku.  Vetraráskorunin er vikulöng, skátarnir verða á Úlfljótsvatni 9.-13. febrúar nk við þjálfun og fræðslu. Þaðan verður gengið upp á Hellisheiði 13. febrúar og dvalið í tvær nætur þar sem reynir á flest það sem skátarnir hafa lært. Írarnir fljúga síðan heim á leið 16. febrúar. Þessi vetraráskorun mælst vel meðal skáta á undanförnum árum og komast færri að en vilja. Skátarnir eru á aldrinum 13-15 ára og eru búnir að fara í gegnum undirbúningsnámskeið.

Skátahöfðingi Íslands, Marta Magnúsdóttir, segir þetta mikilvæga æfingu fyrir ungt fólk sem margt hvert þekkir bara vetrarveður í gegnum gluggann á heimilinu sínu.  ”Reynsla undanfarinna ára sýnir að skátarnir sem taka þátt í þessu upplifa þessa útivist sem ógleymanlega og eru duglegir við að segja frá og miðla áfram því sem þeir lærðu.”

Þetta verkefni er samstarfsverkefni íslenskra og írskra skáta og gengur undir nafninu Crean í höfuðið á írska landkönnuðinum Tom Crean. Marta segir að þessi vetraráskorun sé gott dæmi um ögrandi vetrarverkefni sem hjálpar þátttakendum að læra og eflast í takt við markmið skátahreyfingarinnar.

Vetraráskorun Crean er tveggja vikna útivistaráskorun og námskeið í útivist. Verkefnið er ætlað skátum á aldrinum 14-15 ára (fæddum 2002-2003). Dagskráin byggir á tveimur undirbúningshelgum í nóvember og janúar og vikulöngu námskeiði í febrúar. Nánari upplýsingar hér.

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) ) auglýsar eftir umsóknum um þátttöku í Vetraráskorun Crean árið 2017-2018. Tveggja vikna útivistarævintýri og áskorun fyrir ungt fólk á aldrinum 14-15 ára (fæddir 2002-2003). Crean vetraráskorun hefur verið haldin síðustu sjö ár. Verkefnið hefur verið gríðar vel sótt og þátttakendur sammála um að það sé bæði spennandi og skemmtilegur viðburður.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og skal skila þeim fyrir sunnudagsins 15.október nk. Áhugasamir geta einnig haft samband við Silju með tölvupósti, silja@skatar.is.

Verkefnið er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland. Frá Írlandi koma allt að 20 skátar sem farið hafa í gegnum langt umsóknar- og matsferli. Frá BÍS allt að 20 þátttakendur. Markmið verkefnisins er að þátttakendur verði færir um að bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum. Þeir læra undirstöðuatriði fjallaferða og vetrarferðamennsku. Meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestur, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglur í hópferðum, veðurfræði á fjöllum, og ýmislegt annað sem talið er skipta máli. Verkefnið skiptist í vetrarferðir og verkefni unnin í frítíma. Ferðirnar eru:

 • 24.-26. nóvember 2017 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Inni og útiverkefni í vetrarferðamennsku.
 • 19.-21. janúar 2018 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Gönguferð og verkefni í vetrarferðamennsku.
 • Vikan 9.-16. febrúar 2018  – Úlfljótsvatn og Hellisheiði. Verkefni og vetrarferð. Vikutími þar sem þátttakendur gætu þurft að taka frí í skóla.

Þátttakendur þurfa að mæta í allar ferðirnar. Auk ferðanna þurfa þátttakendur að vinna heimaverkefni í formi leiðarbóka. Verkefnin eru á sviði vetrarferðamennsku, sjálfskoðunar, markmiðasetninga og samfélagsvinnu. Vinna þarf öll verkefnin á tilsettum tíma til að geta haldið áfram í áskoruninni. Verkefnisstjórnin áskilur sér rétt til að enda þátttöku ef að þátttakendur standa ekki skil á verkefnum eða sýna að þeir hafa ekki getu eða vilja til að ljúka verkefninu.

Kostnaður við Vetraráskorun Crean er 45.000,- kr. á mann. Innifalið í því er allur matur í öllum ferðunum, gistingar og ferðir til og frá Skátamiðstöðinni. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma sér í Hraunbæ 123 og heim aftur. Þátttakendur þurfa að hafa allan helsta búnað til vetrarferða s.s. góðan skjólfatnað, svefnpoka sem þolir vetrarveður, bakpoka og gönguskó. Ekki er nauðsynlegt að eiga klifurbúnað, ísaxir, brodda, skíði eða tjöld.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í verkefninu. Umsóknir og umsagnir ráða úrslitum um hverjir eru teknir inn. Það er því mikilvægt að leggja mikið í umsóknina. Umsækjendur þurfa jafnframt að gera sér grein fyrir að ætlast er til 100% þátttöku bæði í ferðum og í verkefnavinnu. Umsókn: Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Crean- vetraráskorun þurfa að sækja um fyrir 15.október. Skráning fer fram HÉR.

Þessi umsókn er einn af mikilvægustu þáttunum sem stjórnendur viðburðarins líta til við inntöku þátttakenda og því er mikilvægt að vanda hana eins vel og kostur er.

Skila þarf eftirfarandi fylgigögnum:

 • Umsögn frá skátaforingja og félagsforingja, en skátaforinginn og/eða félagsforinginn skal senda umsögnina beint á Silju á netfangið silja@skatar.is

Fylgigögnum skal skilað á tölvupósti á netfangið silja@skatar.is.

Berist ekki eitthvað af þessum þrem þáttum umsóknarinnar (skrifleg umsókn, leyfisbréf og umsögn frá foringjum) telst umsóknin ekki gild.

Fyrir hönd Crean-teymisins,

Silja Þorsteinsdóttir

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) ) auglýsar eftir umsóknum um þátttöku í Vetraráskorun Crean árið 2016-2017. Tveggja vikna útivistarævintýri og áskorun fyrir ungt fólk á aldrinum 14-15 ára (fæddir 2001-2002). Crean vetraráskorun hefur verið haldin síðustu fjögur ár. Verkefnið hefur verið gríðar vel sótt og þátttakendur sammála um að það sé bæði spennandi og skemmtilegur viðburður.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og skal skila þeim fyrir fimmtudaginn 15.september nk. Áhugasamir geta einnig haft samband við Silju með tölvupósti, silja@skatar.is.

Verkefnið er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland. Frá Írlandi koma allt að 20 skátar sem farið hafa í gegnum langt umsóknar- og matsferli. Frá BÍS allt að 20 þátttakendur. Markmið verkefnisins er að þátttakendur verði færir um að bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum. Þeir læra undirstöðuatriði fjallaferða og vetrarferðamennsku. Meðal annars skyndihjálp á fjöllum, vetrarferðamennsku, rötun og kortalestur, GPS, næringarfræði ferðamannsins, skálahegðun og ferðareglur í hópferðum, veðurfræði á fjöllum, og ýmislegt annað sem talið er skipta máli. Verkefnið skiptist í vetrarferðir og verkefni unnin í frítíma. Ferðirnar eru:

 • nóvember 2016 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Inni og útiverkefni í vetrarferðamennsku.
 • janúar 2016 – helgi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Gönguferð og verkefni í vetrarferðamennsku.
 • Vikan 17.-24. febrúar 2017  – Úlfljótsvatn og Hellisheiði. Verkefni og vetrarferð. Vikutími þar sem þátttakendur gætu þurft að taka frí í skóla.

 

Þátttakendur þurfa að mæta í allar ferðirnar. Auk ferðanna þurfa þátttakendur að vinna heimaverkefni í formi leiðarbóka. Verkefnin eru á sviði vetrarferðamennsku, sjálfskoðunar, markmiðasetninga og samfélagsvinnu. Vinna þarf öll verkefnin á tilsettum tíma til að geta haldið áfram í áskoruninni. Verkefnisstjórnin áskilur sér rétt til að enda þátttöku ef að þátttakendur standa ekki skil á verkefnum eða sýna að þeir hafa ekki getu eða vilja til að ljúka verkefninu.

Kostnaður við Vetraráskorun Crean er 45.000,- kr. á mann. Innifalið í því er allur matur í öllum ferðunum, gistingar og ferðir til og frá Skátamiðstöðinni. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma sér í Hraunbæ 123 og heim aftur. Þátttakendur þurfa að hafa allan helsta búnað til vetrarferða s.s. góðan skjólfatnað, svefnpoka sem þolir vetrarveður, bakpoka og gönguskó. Ekki er nauðsynlegt að eiga klifurbúnað, ísaxir, brodda, skíði eða tjöld.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í verkefninu. Umsóknir og umsagnir ráða úrslitum um hverjir eru teknir inn. Það er því mikilvægt að leggja mikið í umsóknina. Umsækjendur þurfa jafnframt að gera sér grein fyrir að ætlast er til 100% þátttöku bæði í ferðum og í verkefnavinnu. Umsókn: Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Crean- vetraráskorun þurfa að sækja um fyrir 15.september. Skráning fer fram HÉR,  þar að auki á að fylgja með leyfisbréf frá foreldrum.

Þessi umsókn er einn af mikilvægustu þáttunum sem stjórnendur viðburðarins líta til við inntöku þátttakenda og því er mikilvægt að vanda hana eins vel og kostur er.

Skila þarf eftirfarandi fylgigögnum:

 • Leyfisbréfi frá foreldrum sem hægt er að finna hér neðar (taka þarf fram að umsækjandi fái frí í skóla sé það nauðsynlegt).
 • Umsögn frá skátaforingja og félagsforingja, en skátaforinginn og/eða félagsforinginn skal senda umsögnina beint á Silju á netfangið silja@skatar.is

Leyfisbréf vegna Vetraráskorun Crean 2016-17

Fylgigögnum skal skilað á tölvupósti á netfangið silja@skatar.is.

Berist ekki eitthvað af þessum þrem þáttum umsóknarinnar (skrifleg umsókn, leyfisbréf og umsögn frá foringjum) telst umsóknin ekki gild.

Fyrir hönd Crean-teymisins,

Silja Þorsteinsdóttir

Vetraráskorunin Crean hófst á föstudag, en þá komu Írsku skátarnir sem taka þátt í leiðangrinum og hittu íslensku skátana. Saman mun allur hópurinn eiga spennandi daga á Úlfljótsvatni og á Hellisheiði.

Silja Þorsteinsdóttir leiðangursstjóri við brottför á föstudag „Við gistum fjórar nætur á Úlfjótsvatni þar sem þátttakendur munu fá ýmsa fyrirlestra, gista í tjaldi eina nótt, elda á prímus, fara í göngur alla daga ásamt annari dagskrá,“ segir Silja Þorsteinsdóttir, leiðangursstjóri. „Á þriðjudagsmorgni leggjum við af stað gangandi að skálunum Bæli, Kút og Þrym á Hellisheiði. Þessi ganga er um 18km og tekur allan daginn. Við gistum tvær nætur í skálunum áður en við förum með rútu til Reykjavíkur á fimmtudag“.

Þegar hópurinn kemur til Reykjavíkur verður gist í skátaheimili Skjöldunga í Sólheimum og farið í sund, væntanlega langþráð og um kvöldið verður lokahátíð með góðum mat og afhendingu viðurkenninga. Írarnir fara síðan til Keflavíkur um kl. 03:30 um nóttina.

Vetrarferðamennska gerir miklar kröfur

Skátarnir sem taka þátt eru dróttskátar eða í ungliðastarfi Landsbjargar. Í gegnum vetraráskorunina fá þeir mikla og góða þjálfun í vetrarferðamennsku, en gerðar eru miklar kröfur um verkefnaskil, þátttöku og áhuga.

Íslensku og írsku skátahóparnir hafa í vetur æft hvor í sínu landi, fengið fræðslu og sofið utandyra við erfiðar aðstæður. Íslenski hópurinn var í  lok nóvember á helgarnámskeiði í fjallamennsku og um miðjan janúar þegar frostið beit nokkuð grimmt var tækifærið notað og gist í tjöldum.  Skátarnir á Íslandi og Slysavarnafélagið Landsbjörg halda utan um dagskrána hér á landi undir stjórn Silju Þorsteinsdóttur og Guðmundar Finnbogasonar.

Kennt við Tom Crean

Verkefnið er kennt við írska pólfarann Tom Crean, sem meðal annars tók þátt í heimsskautsferðum Scott fyrir um öld síðan. Þetta er í fimmta sinn sem Vetraráskorun er haldin hérlendis.

Nánari upplýsingar og enn fleiri myndir:

Hvað gera Dróttskátar?

Guðmundur Pálsson tók meðfylgjandi myndir við brottför úr Reykjavík á föstudag

IMG_6700 IMG_6699 IMG_6695 IMG_6692 IMG_6687 IMG_6686 IMG_6685 IMG_6672 IMG_6670 IMG_6669 IMG_6667 IMG_6659 IMG_6657 IMG_6650 IMG_6645 crean

 

 

 

Seinni undirbúningsútilegan í Vetraráskorun Crean á Íslandi var haldin um síðustu helgi og segir Guðmundur Finnbogason stjórnandi hennar að skátarnir hafi staðið sig vel þrátt fyrir mikinn kulda. „Gönguskór frusu en skátarnir voru svalir,“ segir hann.
crean2016-æfingahelgi09

Í náttstað

Vetraráskorun Crean er samstarfsverkefni íslenskra skáta, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og írskra skáta. Þátttakendur sem eru á aldrinum 14 og 15 ára koma frá Íslandi og Írlandi. Vetraráskorunin er tileinkuð Tom Crean írskum landkönnuði og tekur dagskráin mið af því. Gerð eru snjóhús eða skýli, sofið í tjöldum og æfð er fjallabjörgun svo fátt eitt sé nefnt.  Þátttakendur undirbúa sig fyrst hver hópur í sínu heimalandi en um miðjan febrúar er sameiginleg vikudvöl á Hellisheiði og á Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.

Aðeins takmarkaður fjöldi getur tekið þátt í Vetraráskorun Crean hverju sinni og í ár eru 12  þátttakendur frá Íslandi og eru þau fædd 2000 og 2001. Frá Írlandi koma svo um 20 þátttakendur. Guðmundur segir að íslensku þátttakendurnir hefðu getað verið fleiri en forföll hefðu sett strik í reikninginn. Hann býst hann við fleirum á næsta ári og stundum hafi þurft að velja úr umsækjendum.

Hjálparsveitin skultaði hópnum áleiðis

Hjálparsveitin skultaði hópnum áleiðis

Eldhúsverkin

Eldhúsverkin

Úr Jötunheimum út í kuldann

Vetraráskorunin um síðustu helgi byrjaði í Jötunheimum, skátaheimili Vífils í Garðabænum. Skyndihjálp, umræða um búnað og skipulagningu ferða var á dagskránni á föstudagskvöldið og á laugardagsmorgni.  Tékkað var sérstaklega á búnaði skátanna, því seinni nóttina var gist í tjöldum.

Eftir hádegi var lagt af stað og þar sem veðurspáin fyrir Hellisheiði var nístingsköld var ákveðið að gefa smá slaka og hjálparsveitin skutlaði mannskapnum langleiðina upp á Heiði, nokkuð fyrir ofan Lækjarbotna. Þaðan fékk hópurinn það verkefni að ganga yfir í Heiðmörk og þá reyndi á áttavitakunnáttu og kortalestur sem þjálfað var fyrri undirbúningshelgina. Í áningastað var slegið upp tjöldum og eldaður matur, en fyrir helgina höfðu hóparnir skilað inn matseðli fyrir hópinn.

crean2016-æfingahelgi01

Guðmundur segir að skátarnir hafi þrátt fyrir ungan aldur staðið sig vel í þessum aðstæðum. „Einfaldir hlutir eins og koma sér fyrir í tjaldi reynast mörgum erfiðari í svona kulda,“ segir hann. Enginn hætti við og líklega hafi nú þeir sem uxu þessar aðstæður mest í augum fyrirfram unnið stærsta sigurinn og allir náðu að sofa út á sunnudagsmorgninum. „Ef hægt er að kalla það að sofa út að vakna klukkan níu,” segir hann með tvíræðum svip.

Skátarnir fengu þessa helgi smjörþefinn af því hvað bíður þeirra í Vetraráskoruninni sjálfri um miðjan febrúar, en þá verður einnig sofið í tjöldum og einnig snjóhúsum ef aðstæður leyfa. Guðmundur segir nauðsynlegt að taka styttri æfingar eins og þessar til að allir séu með á nótunum hvað varðar búnað. „Við þurfum að tékka á betri svefnpokum fyrir líklega tvo þátttakendur. Það voru líklega einum og svalar tær á sunnudagsmorgni,“ segir umhyggjusami skátaforinginn. Síðdegis á sunnudag var svo gengið til baka í Jötunheima.

crean2016-æfingahelgi03Hrúgur sannleikans:  Nauðsynlegt vs. ónauðsynlegt

Skátarnir fengu það verkefni að við heimkomu tækju þau allt úr bakpokanum og settu í þrjár hrúgur sem lýstu sér í eftirfarandi flokkum:

 • Hvað var ég með, notaði og mun nota aftur.
 • Hvað var ég með, notaði ekki en vil hafa með næst (t.d.sjúkrataska).
 • Hvað var ég með, notaði ekki og mun ekki þurfa næst (t.d.100 parið af sokkum eða þriðju flíspeysuna).

Svo á að bæta við fjórðu hrúgunni

 • Hvað vantaði mig (t.d. dagbók, auka vettlingar).

Á mánudagskvöld hafði rúmur helmingur svara borist og Finnbogi Jónasson sem er í bakvarðasveit Crean hópsins hvatti hina áfram: „7 verkefni komin, ég vona að hinir 5 séu samt búnir að taka allt blautt upp úr bakpokunum og líka afganginn af nestinu…,“ sagði hann í skilaboðum og talar þar líklega út frá eigin reynslu.

 

Þeir sem vilja fylgjast með Vetraráskorun Crean ættu að smella á Facebook síðu leiðangursins