Sem sem tengist alþjóðastarfi

*Frétt send á helstu fjölmiðla landsins 09.02.18

Snjókoma og veðurofsi eru á óskalista ungra skáta frá Ísland og Írlandi sem ætla meðal annars að gista í snjóhúsum og læra grunnatriði vetrarferðamennsku.  Vetraráskorunin er vikulöng, skátarnir verða á Úlfljótsvatni 9.-13. febrúar nk við þjálfun og fræðslu. Þaðan verður gengið upp á Hellisheiði 13. febrúar og dvalið í tvær nætur þar sem reynir á flest það sem skátarnir hafa lært. Írarnir fljúga síðan heim á leið 16. febrúar. Þessi vetraráskorun mælst vel meðal skáta á undanförnum árum og komast færri að en vilja. Skátarnir eru á aldrinum 13-15 ára og eru búnir að fara í gegnum undirbúningsnámskeið.

Skátahöfðingi Íslands, Marta Magnúsdóttir, segir þetta mikilvæga æfingu fyrir ungt fólk sem margt hvert þekkir bara vetrarveður í gegnum gluggann á heimilinu sínu.  ”Reynsla undanfarinna ára sýnir að skátarnir sem taka þátt í þessu upplifa þessa útivist sem ógleymanlega og eru duglegir við að segja frá og miðla áfram því sem þeir lærðu.”

Þetta verkefni er samstarfsverkefni íslenskra og írskra skáta og gengur undir nafninu Crean í höfuðið á írska landkönnuðinum Tom Crean. Marta segir að þessi vetraráskorun sé gott dæmi um ögrandi vetrarverkefni sem hjálpar þátttakendum að læra og eflast í takt við markmið skátahreyfingarinnar.

Haldið verður vikulangt ævintýra ferðalag í gegnum Færeyjar dagana 2. til 9. júlí 2018.

Viðburðurinn gengur út á það að kynnast Færeyskri menningu og náttúru í gegnum æsispennandi söguþráð, þar sem þátttakendur kljást við allskonar dularfullar og spennandi þrautir.

Við erum að leita af félagi/félögum sem hafa áhuga að taka þátt í viðburðinum. Það er pláss fyrir 25 þátttakendur og 5 foringja. Þátttakendur eru á aldrinum 13 til 16 ára og koma frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Færeyjum.

Þessum 150 þátttakendum verður skipt í alþjóðlega flokka sem samanstanda af 6-8 skátum og einum foringja.

Þáttökugjaldið á viðburðinn er 30.000kr (1800DKK) án ferðakostnaðar.

Ef að þið hafið áhuga að taka þátt sendið þá tölvupóst á info@nordicadventurerace2018.fo fyrir 1.Mars n.k.

Nánari upplýsingar í viðhengjum: Nordic Race 1 Nordic Race 2

Íslenskum skátum býðst að senda allt að fjóra þátttakendur á hið árlega Agora, ráðstefnu Rekka og Róverskáta sem undirbúin er og haldin af Rekka og Róverskátum í Evrópu. Agora verður haldið í Larch Hill, Dublin, dagana 11-15. apríl. Í boði er að senda fjóra rekka og róverskáta. Þáttökugjaldið er 200 evrur og auk þess þarf að greiða ferðakostnað. Styrkur er í boði fyrir þátttöku (25-50 þúsund) og mun upphæð ráðast eftir fjölda þátttakanda frá Íslandi.
Á Agora er rætt um fjölmörg mál er snerta fólk á aldrinum 16-24 ára og hvernig við eigum að þróa og leiða starfið fyrir þennan aldurshóp í skátunum. Nánari upplýsingar um Agora eru að finna á heimasíðunni: http://agora.rovernet.eu.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á vefsíðu viðburðarins fyrir kl. 12:00 þann 1. mars n.k. 

Ferðasögur frá fyrri Agora ferðum má finna hérhér og hér.

Jóhanna Björg Másdóttir og Ásgeir R Guðjónsson hafa tekið að sér fararstjórn á World Scout Jamboree 2019.

Þessar vikurnar er verið að kynna Jamboree í skátafélögunum og hvetjum við öll skátafélög til að hafa samband við Jóhönnu og Ásgeir til að fá kynningu og nánari upplýsingar um mótið.

Heimasíða með upplýsingum um Jamboree 2019 fer fljótlega í loftið – fylgist með á www.skatamal.is og á facebook.

Svo má líka senda fyrirspurnir á jamboree2019@skatar.is