Skátarnir og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hluti af skátaheitinu er loforð sem við gefum hvoru öðru um að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að skilja við heimin aðeins betri en við komum að honum. Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fáum við nú 17 mismunandi markmið sem við getum unnið að til þess að gera heiminn betri og sjálfbærari.

Sveigjanlegt efni fyrir allan aldur

Efnið tengt Heimsmarkmiðunum er gert fyrir norræna skáta og er haft eins sveigjanlegt og hægt er til þess að það henti skátafélögum, sveitum og flokkum sem best. Þetta þýðir að efnið getur verið nýtt af allri sveitinni eða flokknum á fundum en einnig getur það nýst hverjum aldurshópi fyrir sig í útilegum og helgarferðum.

Efnið er gert til þess að gera heimsmarkmiðin aðgengileg og skemmtileg fyrir börn og ungt fólk í Norðurlöndunum og til þess að veita skilning á því að allir geti lagt sitt af mörkum til þess að markmiðunum verði náð. Efnið er sérstaklega gagnlegt vegna þess að það er gert aðgengilegt með sérstökum leiðbeiningum og verkefnum sem hægt er að framkvæma í nærsamfélaginu.

 

Fáðu efnið

Smelltu hér til þess að fá prentvæna útgáfu af efninu.

Smelltu hér til þess að skoða efnið á vefnum, í tölvu, spjaldtölvu eða síma.

Með efninu fylgir verkefnapakki þar sem skátarnir geta unnið sér inn merki ef þeir þekkja heimsmarkmiðin og vita hvernig hægt er að lifa í takt við þau. Skátarnir þurfa að vita og skilja hvað þeir geta lagt af mörkum til að skapa betri heim.

Fáðu efnið frá Skátamiðstöðinni með því að senda póst á skatar@skatar.is

Lestu meira um heimsmarkmiðin hér:: www.un.is/heimsmarkmidin/

 

Efnið var gert af Spejderne – Skátabandalaginu í Danmörku með stuðningi frá Tuborgfondet.

Fyrir frekari upplýsingar um þetta efni og vinnu BÍS tengt heimsmarkmiðunum, endilega hafið samband við Margrethe G Friis á netfangið margrethe@skatar.is

Ef þú vilt bæta einhverju við starfsemina tengda heimsmarkmiðunum eða umhverfismálum skaltu einnig senda það til hennar.