Ávallt viðbúnir

Skátarnir sem tóku þátt í námskeiði í fyrstu-hjálp síðustu helgi standa vel undir kjörorði skáta, Ávallt viðbúnir. Guðrún Þórey leiðbeinandi var ánægð með þátttakendurnar, sem voru dróttskátar úr Ds. Pegasus í Árbænum.

Kennd voru rétt viðbrögð í aðkomu að slysi, en fyrstu viðbrögð geta skipt sköpum fyrir hina slösuðu. Guðrún Þórey gekk skipulega til verks og virkjaði þátttakendur með glæsibrag.

Mikil áhersla var lögð á verklega þáttinn enda reynir á rétt handbragð t.d. við frágang á brotum og sárum. Þá æfðu dróttskátarnir sig í endurlífgun og fluttu einnig slasaðan af slysstað á bráðabrigðabörum sem þau útbjuggu úr tiltækum fatnaði. Meðhöndlun brunasára var einnig á dagskrá og farið var yfir viðbrögð við bráðasjúkdómum sem mikilvægt er að þekkja í fjallaferðum.

Fleiri myndir á Facebook síðu Skátanna

Guðrún Þórey var ánægð með sitt fólk

Guðrún Þórey var ánægð með sitt fólk

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar