Bandalag íslenskra skáta óskar eftir fjármálastjóra í 50% starf. Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi er ábyrgur fyrir fjármálum BÍS og dótturfélögum þess.

 Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn, bókhaldi og fjárreiðum
 • Undirbúningur, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
 • Ábyrgð á mánaðar- árshluta og ársuppgjöri
 • Greining gagna og verkefnastjórnun
 • Þátttaka og frumkvæði að umbótastarfi
 • Styrkumsóknagerð
 • Önnur verkefni eftir ákvörðun yfirmanns

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af áætlanagerð og fjármálastjórn
 • Þarf að geta unnið sjálfstætt, átt auðvelt með samskipti og sýna frumkvæði í starfi.
 • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar. Umsóknum skal skila til Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta á netfangið: hermann@skatar.is