grein_nanna_unginorden

Ung I norden 2008

Síðasta fimmtudag vaknaði ég eldsnemma, skellti mér í skátaskyrtuna og brunaði út á flugvöll. Þar hittumst við 10 sem vorum á leiðinni til Danmerkur með fulla tösku af kynningarbæklingum frá Bláa lóninu, gitarlele og kjólföt (reyndar bara strákarnir). Eftir mjög rólega flugferð komum við til Köben þar sem við fundum alveg hjálparlaust lest sem fór á aðal lestarstöðina í miðbænum. Þar komum við töskunum okkar í geymslu og héldum niðrá Strikið með kreditkortið að vopni.

Eftir stutta en góða verslunarferð tók alvaran við og við fórum á Hólmin, skátamiðstöð nánst við hliðina á Kristjaníu. Þar komumst við að því að öll ráðstefnan mundi fara fram á dönsku. Við og finnarnir vorum ákaflega ánægð með þessar fréttir. En þegar til kom skildum við alveg slatta, það fór bara eftir því hver talaði og hversu hratt. Við komumst líka að því að dönum finnst ekkert tiltölumál þó kokkurinn á staðnum fari ekki í sturtu og skipti ekki um föt yfir langa helgi, fara snemma að sofa og eru ónýtir ef þeir fá bara 7 tíma svefn, taka þemapartýin sín mjög alvarlega (það var ástæðan fyrir kjólfötunum) og kalla beikon og lauk kvöldmat.

Ég gæti gert þetta mun lengra en ég ætla bara að koma restinni frá mér í stykkorðum.

  • Fór í göngutúr um Kristjaníu þar sem við fengum okkur köku (ekki brownie samt.)
  • Var rekin frá Amalie borg af lífverði hennar hátignar (það má víst ekki sitja á torginu)
  • Fór í Tivoli á síðasta opnunardegi en þorði bara í eitt tæki (enda var subbulega löng röð í þau öll.)
  • Fór að drekka kaffi þar sem það var það eina sem var í boði með morgunmatnum (var reyndar te líka en það var klórbragð af því.)
  • Svaf í tjaldi í miðborg Kaupmannahafnar.
  • Gerði mennskan pýrapída.

Þar fyrir utan lærði ég ýmislegt nytsamlegt, um tilfinningagreind og skátastarf á Norðurlöndunum, kynntist frábærum krökkum, frá Íslandi og Norðurlöndunum, og tók þátt í galadansleik.

Í heildina litið var þetta helgi full af fjöri og lærdómi.

Nanna ferðalangur