Alþjóðastarf í heimabyggð

form_2jadalka_matur
Ólíkir einstaklingar leggja ólíka merkingu í orðið alþjóðastarf. Það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mörgum eru ferðir á erlend skátamót og margir eru þeirrar skoðunar að það sé í raun hið eina sanna alþjóðastarf.

Þvert á móti má stunda aljóðastarf í raun hvar sem er hvort sem það er með því að halda fjölþjóðleg menningarkvöld, prófa að elda framandi mat í skátaflokknum, taka þátt í verkefninu Jól í skókassa, eiga vinaflokk erlendis, taka að sér styrktarbarn eða hvað annað sem hugmyndaflugið kann að færa okkur.

Dæmi um alþjóðleg verkefni sem vinna má í heimabyggð má finna á verkefnavef skátanna. Ef þú hefur ekki aðgang að vefnum skaltu ekki hika við að hafa samband við Skátamiðstöðina.

Ef þú hefur ábendingar um skemmtileg alþjóðaverkefni sem birta má á dagskrárvefnum endilega sendu þau á bis hjá skatar.is.