althjodastarf

Skátahreyfingin er stærsta æskulýðshreyfing í heimi með um 38 milljónir félaga í nær öllum löndum heims. Bandalag íslenskra skáta er aðili að tveimur heimsbandalögum, World Association of Girl Guides and Girl Scouts (WAGGGS) og World Organization of the Scout Movement (WOSM). [quote_right]51 milljón skátar um allan heim![/quote_right]

Skátahreyfingin um víða veröld

Í heiminum eru um 51 milljónir skáta í nær öllum löndum. Skátar starfa í tveimur heimsbandalögum WOSM og WAGGGS. WOSM er heimsbandalag skáta og er bæði fyrir drengi og stúlkur en WAGGGS er heimsbandalag kvenskáta og er einungis fyrir stúlkur. En af hverju skildi þetta vera svona? Í sumum löndum heims mega drengir og stúlkur ekki vera í sama félagsskap og þar er þörf fyrir þessa aðgreiningu.  Víðast er þó mjög gott samstarf á milli drengja- og kvenskáta, s.s. í Evrópu þar sem ólík bandalög starfa mjög mikið saman. Skátahreyfingin er í öllum löndum heims nema sjö, Kúbu, Kína, Laos, Mjanmar og Norður-Kóreu þar sem hún er bönnuð, Vatíkaninu, þar sem engin börn búa, og Andorra.

Hvernig er skátastarf í öðrum löndum?

Allir skátar í heiminum hafa sömu einkunnarorð: Ávallt viðbúinn. Englendingar segja: „Be prepared“ og í Svíþjóð er það: „Vär Redo“. Merkingin er sú sama á öllum tungumálum: Vertu athugull og tilbúinn til að gera þitt besta. Táknin eru einnig þau sömu, liljan og smárinn.

Skátalög og skátaheiti eru að grunni til hin sömu alls staðar í heiminum. Baden-Powell samdi lög og heiti árið 1908 með hliðsjón af gömlum heitum sem skjaldsveinar unnu á miðöldum. BP breytti orðalaginu þannig að það hentaði börnum og unglingum þess tíma og á sama hátt hefur orðalaginu einnig verið breytt síðar svo að skátar okkar tíma geti skilið það. Síðast var skátalögunum breytt á Íslandi á skátaþingi 2007.

Nokkur ytri auðkenni skáta er að finna um allan heim. Það eru einkennisbúningar, skátakveðjan og skátaklúturinn.

Skátar heilsast gjarnan með vinstri hendi. Þessi hefð á rætur sínar að rekja til þess tíma er BP dvaldist í Afríku. Þar var siður að kasta skildinum, sem var í vinstri hönd að þeim sem viðkomandi treysti og vildi vingast við. Auk þess er vinstri höndin nær hjartanu.

Skátakveðjan með þremur útréttum fingrum táknar, eins og blöðin á smáranum og liljunni, þrjá liði skátaheitsins. Hringurinn, sem þumalfingur og litlifingur mynda, táknar vináttu þar sem hinn sterkari verndar hinn veikari, vináttu sem nær um allan heim.

Á hverju ári er fjöldinn allur af skátamótum og viðburðum um heim allan. Sem skáti getur þú komist í samband við fólk alls staðar að úr heiminum með einföldum hætti og þetta fólk býður þig velkominn ef þú vilt heimsækja það.

Viðfangsefni skáta í öðrum löndum eru oft þau sömu og hjá okkur en taka að sjálfsögðu mið af aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Sem dæmi má nefna að skátar á Sri Lanka, þar sem hamfarirnar voru um jólin 2005, eru að byggja hús fyrir fórnarlömb hamfaranna.

Nánari upplýsingar um skátahreyfinguna um víða veröld er að finna á www.scout.orgwww.wagggs.org og í Skátahandbókinni.

Skátastarf í 100 ár

Það helsta 2011-2014