Hæ öll! Ég er stolt af því að hafa verið fyrst til þess að skrá mig á Sumar-Gilwell og hlakka mikið til að hitta ykkur sem flest þar! Það er engin spurning að sú leiðtogaþjálfun sem við fáum í gegnum Gilwellskólann er okkur mjög mikilvæg og ég ætla að vera með! Hlakka til að sjá þig á Úlfljótsvatni – kveðja, Marta.

Ævintýralegt Sumar-Gilwell

Gilwellskólinn býður skátum 18 ára og eldri að taka þátt í ævintýralegu sumarnámskeiði dagana 25. – 27. ágúst. Námskeiðið fer fram á Úlfljótsvatni og verður lögð áhersla á upplifun og útivist í bland við fræðslu um starfsgrunn skáta og markmið og leiðir í skátastarfi.

Færni, fræðsla og fjör

Á námskeiðinu taka þátttakendur fyrstu tvö skrefin í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni: „Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta“ og „Markmið og leiðir í skátastarfi“. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, umræðuhópum og verkefnavinnu þar sem þátttakendur spreyta sig á ýmsum viðfangsefnum, reisa sér tjaldbúð sem þeir búa og starfa í með sínum flokki og glíma við ögrandi verkefni sem miða að því að efla hópinn og auka færni í útivist og tjaldbúðalífi.

:: Skoða kynningarbækling

:: Skráning