Ægisbúi í stól útvarpsstjóra

Ægisbúinn Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri.

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að ráða Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra Borgarleikhússins sem útvarpsstjóra. Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gær.

Magnús Geir var virkur skáti í Ægisbúum og tók þar þátt í starfinu af fullum krafti. Í Akela-sveitinni, sem Ragnheiður Þóra Kolbeins stýrði, var mikið um söng og leik og var haft eftir Magnúsi og félögum, í Skátablaðinu 1984, að skemmtilegasti þátturinn í skátastarfinu væri „að leika leikrit“.

Hér að neðan má sjá Magnús Geir í góðum skátahópi við Ægisbúaheimilið árið 1984. Hann er fremstur til hægri.

aegisbuar

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar