„Þetta er flottasta færiband sem ég hef séð á ævinni” segir Jakob Guðnason, formaður Upplýsingaráðs BÍS. „Þau stilltu sér upp í tvær línur á augabragði og það tók þau bara kortér að tæma gáminn” bætir Jakob við.

Atvikið sem Jakob er að tala um átti sér stað á laugardaginn. Hópurinn sem dvaldi í Vestmannaeyjum fyrri hluta mótsins hafði verið að bíða eftir sínum búnaði sem sendur var með gámi frá eyjum.

Þegar flutningabíllinn mætti á svæðið kom í ljós að ekki var hægt um við að keyra inn á tjaldsvæðið. Skátarnir dóu hins vegar ekki ráðalausir, mynduðu mannlegt 400 manna færiband og þannig var allur þeirra búnaður handlangaður úr gámnum og inn á þeirra tjaldsvæði á aðeins 15 mínútum.

Ljósmyndir: Jakob Guðnason