Young Spokesperson Training

Alþjóðaráði var að berast boð á námskeið sem nefnist „Young spokesperson: Training on External Representation and Youth Empowerment skills“ sem haldið verður í Prag í Tékklandi dagana 26.-30. nóvember.
Nánari upplýsingar um námskeiðið.

Í boði er að senda einn skáta 18-24 ára og greiðir BÍS hluta af kostnað með stuðningi frá Erasmus+.

Umsóknarfrestur er stuttur, eða bara til kl. 12:00 á mánudaginn, 27. október.  Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á jon(hjá)skatar.is

Í umsókn þurfa að koma fram helstu persónuupplýsingar og skátaferill auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt í þessum viðburði, hvað hann hefur fram að færa og hvers vegna alþjóðaráð ætti að velja hann til fararinnar.  Alþjóðaráð gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar