Yfirspenntir ástralskir skátar

Þátttakendur á Landsmóti skáta koma mis langt að. Þeir sem eiga lengsta ferðalagið fyrir höndum eru sennilega Áströlsku skátarnir sex sem eru væntanlegir á mótið. Þeir þurfa að ferðast rúmlega 16400 kílómetra áður en þeir geta verið í takti við tímann að Hömrum.

astralsktmerkiEftir að hafa lagt á sig langt ferðalag ætlar hópurinn að sjálfsögðu að taka þátt í keppninni um Skátaflokk Íslands. Hluti af undirbúningi þeirra fyrir keppnina var að senda skipuleggjendum keppninnar bréf. Aðrir erlendir skátar sem hafa sent bréf hafa látið nægja að skrifa þau á ensku en Brittany frá Ástralíu bætti um betur og sendi sitt bréf á íslensku.

 

„Taka þátt í gaman“

Með aðstoð þýðingarvélarinnar Google translate skrifaði hún bréf til að segja frá hópnum sínum og hve spennt þau eru að koma til Íslands og taka þátt í Landsmóti skáta.  ,,Ég er yfir-spennt að koma og taka þátt í gaman“ segir Tiffany í bréfinu sínu. Hún bindur miklar vonir við mótið og segist vona að það verði „ besta reynslu af lífi mínu“. Vonandi verður hún ekki svikin af Landsmóti skáta.

Brittany er einn af þeim 516 erlendu skátum sem eru væntanlegir á Landsmót skáta. Skátahreyfingin er alþjóðahreyfing og Landsmót skáta er kjörið tækifæri til að minna sig á það. Þar verða miklar líkur á að rekast á Finna, Breta og Dani ásamt skáta frá fleiri löndum.

 

Hér má sjá bréfið sem Brittany sendi.

Hér má sjá bréfið sem Brittany sendi.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar