Yfirfullar sundlaugar: Skátar grípa til sinna ráða

Í veðurblíðunni við Eyjafjörð síðustu daga hafa allar sundlaugar á svæðinu verið yfirfullar af gestum. Skátaþorpið sem reis að Hömrum um síðustu helgi hefur margvíslegar grunnþarfir og þeirra á meðal er þörfin fyrir gott bað – nýjasti baðstaðurinn er við Menningarhúsið Hof.

Þetta er auðvitað ekki alls kostar rétt með farið því þessi skemmtilegi dagskrárliður, að hoppa í sjóinn við Hof, er hluti af fjölbreyttri dagskrá Akureyrardagsins á Landsmóti skáta við Hamra. Þeir þátttakendur sem vilja geta fengið sér stuttan sundsprett í höfninni undir ströngu eftirliti hjálparsveitarinnar og er ekki annað að sjá en þátttakendur kunni vel að meta þennan nýja baðstað.

hofn1

Ljósmynd: Baldvin Örn Berndsen

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar