Virkir og áhugasamir stjórnendur skátafélaga

„Það var virkilega gaman hvað þátttakendur voru virkir og skemmtilegir“, segir Július Aðalsteinsson, félagsmálastjóri Bandalags íslenskra skáta (BÍS), en hann fékk 16 stjórnarmenn skátafélaga til sín á námskeið í Skátamiðstöðinni á laugardag.

Felstjorn_0219„Við viljum létta störfin í stjórnum skátafélaga,“ segir Júlíus, en á þessu fimm tíma námskeiði var farið yfir helstu verkefni sem stjórnir skátafélaga þurfa að takast á við. Farið var yfir uppbyggingu og starfsemi stjórna skátafélaga, mikilvægi starfsáætlana og gerð þeirra, samskipti, verkefnastjórnun og fjármál.

Þátttakendur komu víðs vegar að af landinu og eru sumir nýbyrjaðir í stjórn í sínu skátafélagi  meðan aðrir búa að áratuga reynslu.

Þessi mættu á laugardag:

 • Auðna Ágústsdóttir,  Árbúar
 • Hanna Guðmundsdóttir, Árbúar
 • Guðmundur Ingi Óskarsson, Einherjar/Valkyrjan
 • Guðrún Inga Úlfsdóttir, Fossbúar
 • Steinunn Alda Guðmundsdóttir, Fossbúar
 • Írena Játvarðardóttir, Hamar
 • Kristín Áskelsdóttir, Hamar
 • Anita Engley Guðbergsdóttir, Heiðabúar
 • Eygló Viðarsdóttir Biering, Heiðabúar
 • Bryndís Hafþórsdóttir, Klakkur
 • Katrín Ósk Guðmundsdóttir, Klakkur
 • Nína Jenssen, Klakkur
 • Ólöf Jónasdóttir, Klakkur
 • Arnlaugur Guðmundsson, Landnemar
 • Fanný Björk Ástráðsdóttir, Strókur
 • Jónína Sigurjónsdóttir, Strókur
 • Júlíus Aðalsteinsson, Ægisbúar

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar