Íslenskir skátar áttu fulltrúa við minningarathöfn í Hiroshima sem haldin var til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem varpað var á borgina fyrir 70 árum síðan.
Guðný Rós var fulltrúi Íslands
Guðný Rós var fulltrúi Íslands

Guðný Rós Jónsdóttir frá skátafélagi Akranes fór til Hiroshima en Kjartan Ólafur Gunnarsson til Nagasagi.  Þau eru í ferðahópi íslendinga á heimsmót skáta í Japan. Birgir Þór Ómarsson fararstjóri íslenska hópsins segir að athöfninni hafi verið sjónvarpað beint í Japan.

Birgir segir að í dagskrá heimsmóts skáta í Japan sé mikil áhersla lögð á skilning, virðingu og umburðalyndi gagnvart öðru fólki enda lykillinn af friðsömum samskiptum milli manna. Skátahreyfingin sé ein stærsta friðarhreyfing í heimi og hvergi sem saman geta komið 32.000 manns frá um 150 löndum og lifað saman í sátt í tvær vikur.

 

Frá athöfninni
Frá athöfninni