Vinnuhópur um kynjajafnrétti í skátastarfi

Stjórn BÍS auglýsir eftir sjálfboðaliðum i verkefnahóp; 
Kynjajafnrétti í skátastarfi.

Markmið verkefnisins er að stofna nefnd um málefni Kynjajafnréttis í skátastarfi.

Verkefni nefndarinnar er að:

  • Yfirfara dagskrána og koma hugmyndum eða athugasemdum á framfæri til formanns dagskrárráðs.
  • Fara yfir kynjahlutfall í stjórn, ráðum og nefndum og BÍS og skátafélaga.
  • Yfirfara upplýsingarmál skátahreyfingarinnar s.s. alla útgáfu og auglýsingar og koma athugasemdum á framfæri til formanns upplýsingarráðs.
  • Yfirfara leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar og koma hugmyndum og athugasemdum á framfæri til formanns fræðsluráðs.
  • Koma með hugmyndir að auknum möguleikum í félagatalið svo að við getum áttað okkur betur á kynjuðu brottfalli úr skátastarfi.
  • Taka þátt í norrrænu samstarfi um málefni kynjajafnréttis ef styrkir fást beint í verkefnið.

Áhugasamir hafið samband við formann vinnuhópsins, Guðrúnu Hässler eða tengilið á skrifstofu BÍS, Júlíus (julius(hjá)skatar.is)

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar