Vinnufúsir fá að borða og sofa

Nú um helgina er sjálfboðaliðahelgi á Úlfljótsvatni. Allir sem vilja leggja lið eru velkomnir og í þakklætisskyni er gisting í boði ásamt mat.

„Verkefnin eru ærin og við getum notað allar viljugar hendur,“ segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. „Komið og hjálpið til við að gera staðinn okkar tilbúinn fyrir sumarið“.

Úlfljótsvatn leitar jafnframt að sjálfboðaliðum til að taka að sér eina og eina helgi í sumar og sjá þá um rekstur og umsjón tjaldsvæðisins í samstarfi við starfsfólk staðarins. Guðmundur segir að það sé frábært tækifæri fyrir gamla vinahópa, skátahópa eða fjölskylduna.

 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, sími 8952409 en einnig má senda tölvupóst á ulfljotsvatn@skatar.is

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar