Vilja ná sátt um skátaheit

Trúarlegar tilvísanir eiga ekki lengur heima í skátaheitinu vegna breytinga á samfélaginu, en það skiptir miklu máli að vinna að breytingum í sátt innan skátahreyfingarinnar þannig að hún klofni ekki. Nauðsynlegt er að finna leið til að laða fram nýtt skátaheit sem ekki felur í sér vísan í trúarbrögð. Þetta var ríkjandi skoðun á opnum umræðufundi eða „Kaffihúsaspjalli með skátaheitisívafi“, eins og fundurinn var kallaður.  Kaffihúsið var í skátaheimili Hafarna í Breiðholti og þar var opið í gærkvöldi.
Haukur og Sigrún Ósk

Haukur og Sigrún Ósk

Ágreiningur hefur verið um núverandi skátaheit um nokkurt skeið og hafa tillögur um breytingar og undirbúning breytinga verið bornar upp á undanförnum Skátaþingum. Fyrir síðasta Skátaþing var útbúin fróðleg upplýsingasíða um skátaheit (skoða upplýsingasíðu), gerð var umfangsmikil skoðanakönnun og á þinginu sjálfu voru bornar upp tvær breytingatillögur, en þær voru báðar felldar.  Kaffihúsaspjallarar veltu því fyrir sér hvað hefði valdið því að breytingar gengu ekki eftir, hvort það hefði verið vegna þess að orðalag nýju skátaheitanna hefði ekki verið nógu gott, eða hvort heit umræða hefði hleypt þeim sem voru með atkvæðisrétt í varnarstöðu.

Á Kaffihúsaspjallinu var bent á þá þversögn að í núgildandi skátaheit felur í sér trúarvísun, en í lögum BÍS stendur hins vegar að ekki skuli gera greinarmun vegna trúar. Sumir sögðust ekki fara með sitt skátaheit á skátafundum eða sleppa hlutum úr því. Aðrir sögðu að þeir vildu helst ekki útskýra heitið eða kenna það sínum skátum.

Greinilegt var að umræðunni er hvergi nærri lokið og var Laddi – Þórhallur Helgason hvattur til að boða til annars samræðukvölds. Hann óskaði eftir að húsráðendur skátaheimila létu vita hvar gott væri að funda næst og því líklegt að Kaffihúsið flakki á milli skátaheimila.

 

Tengt efni:

Árný, Kári, Haukur og Sigrún

Árný, Kári, Haukur og Sigrún

Finnbogi

Finnbogi

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar