Vilja fá að taka þátt í partýinu

IMG_5665Skoðanir ungra skáta voru í hávegum hafðar á viðburðinum Rödd ungra skáta sem ungmennráð stóð fyrir í skátaheimilinu á Akranesi um helgina.

Skátamál litu við á laugardag og þá var verið að leita svara við spurningunum hvað væri gott við skátastarfið og hverju ætti að breyta.  Fyrr um daginn höfðu þátttakendur svarað spurningunni hvers vegna þau væru enn í skátastarfi.

Þórey og Guðný tóku þátt í dagskránni og þær segja að rödd ungra skáta skipti máli. „Það skiptir máli því annars væri þetta mjög einhæft.  Við viljum ekki að gamla fólkið stjórni öllu,“ segja þær . „Við viljum fá að eiga partýið líka.“  Ungt fólk þurfi að vera með í ráðum því það á eftir að taka við, en best er að hlusta á þær stöllur og frásögn þeirra í myndbandinu hér fyrir neðan. Halldór tók viðtalið.

Við segjum svo meira frá þessum viðburði og birtum niðurstöður sem ungmennaráð ætlar að taka saman.

Tengd frétt:

Raddir rekka og rover um næstu helgi

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar