Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Ungmennaþing

2. febrúar l 20:00 - 4. febrúar l 16:00

Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir!

Ungmennaþing skáta verður haldið á Úlfljótsvatni helgina 2. – 4. febrúar. Í ár verður Ungmennaþingið með óhefðbundnu sniði því það verður HEIL HELGI :O
Markmið helgarinnar er að kynnast fyrirkomulagi Skátaþings, ræða þau málefni sem við koma ungmennum í skátastarfi, kynnast og eiga skemmtilega helgi saman.

 

Ungmennaþing byrjar á föstudagskvöldi klukkan 20:00. Þá ætlum við að fara yfir dagskrá helgarinnar, kynnast hvor öðru og spila svo fram á nótt. Á laugardeginum er sjálft þingið og um kvöldið er Árshátíð Rekka- og Róverskáta!
Í dagskránni verður gefinn tími til að punta sig svo takið með árshátíðargallann!!! (Hvort sem það er sparikjóll, skyrta eða Batman búningur) Við ætlum að borða saman kvöldverð og svo verður ball fram eftir kvöldi.

Á sunnudeginum ætlum við að slíta helginni með því að fara saman í sund á Selfossi. Skipulagðri dagskrá líkur klukkan 16:00.

Nánari dagskrá verður birt síðar.

 

Verðið fyrir helgina er 9.900 kr. Innifalið í því er allur matur, gisting, þinggögn, árshátíð og sundferð.
Það verður einnig í boði að koma bara á laugardeginum en það kostar 5.500 kr. Innifalið í því er matur fyrir daginn, þinggögn og árshátíð.

 

Skráning er opin á www.skatar.felog.is.  Ef einhverjar spurningar vakna má alltaf hafa samband við Berglindi Lilju á facebook eða í síma: 659-1366.

 

Upplýsingar

Byrja:
2. febrúar l 20:00
Enda:
4. febrúar l 16:00
Viðburður Category: