Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Ungir Talsmenn

24, feb 2017 l 21:00 - 26, feb 2017 l 13:00

Ungir talsmenn er viðburður fyrir rekka- og róverskáta sem hafa gaman að eða langa verða betri í safmélagsmiðla notkun, myndatökum, og framkomu í fjölmiðlum. Hefur þig alltaf langað að bæta sviðsframkomu þína? Veist þú ekki alveg hvernig sjónvarpsviðtöl virka? Langar þig að læra að verða betri snappari? Þá er Ungir Talsmenn fyrir þig, þar sem þú getur lært allt þetta og margt fleira.
 

Helgina 24-26 febrúar verður Ungir Talsmenn haldin í skátaheimili Klakks, Hyrnu á Akureyri (Þórunnarstræti 99). Viðburðurinn mun kosta 5000 kr og innifalið í því er allur matur, dagskrá og gisting. Keyrsla til og frá Akureyri er ekki innifalin og hvetjum við því þá sem ætla sér að mæta að hópa sig saman í bíla og keyra saman norður. Einnig þurfa skátarnir að koma sjálfir með dýnu og svefnpoka.

Viðburðurinn byrjar klukkan 20 á föstudagskvöldinu. Gott er ef þátttakendur eru búnir að borða kvöldmat fyrir það. Þá ætlum við að koma okkur fyrir og ræða um skátaímyndina og framkomu. Laugardagurinn er svo stút fullur af góðum mat (pizzur, pönnsur o.fl.) og skemmtilegri dagskrá. Við ætlum m.a. að læra að taka flottar ljósmyndir, spjalla um notkun samfélagsmiðla og jafnvel að gera þátt sem gæti endað í sjónvarpinu… Síðan á sunnudaginn ætlum við að klára smiðjurnar okkar, taka til og halda heim á leið.

Búið er að opna fyrir skráningu á Unga talsmenn og fer hún fram á skatar.felog.is. Ekki missa af þessari snilld!

Upplýsingar

Byrja:
24, feb 2017 l 21:00
Enda:
26, feb 2017 l 13:00
Viðburður Category:

Staðsetning

þórunnarstræti 99