Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Rödd Ungra Skáta

25, mar 2017 l 13:00 - 21:00

RUS-dagurinn

Rödd Ungra Skáta eða RUS-dagurinn verður haldin af Ungmennaráði laugardaginn 25. Mars. RUS-dagurinn kemur í staðinn fyrir Rödd Ungra Skáta námskeiðið sem halda átti sl. haust en féll niður vegna ónægrar þátttöku. Dagurinn verður haldin í nýja skátaheimi Mosverja, að Álafossvegi 18.

Dagskráin mun byrja klukkan 13:00 og verður fram eftir kvöldi. Dagskráin verður í höndum þátttakendanna en hugmyndin er að skipuleggja í sameiningu verkefni, námskeið, viðburði eða útilegu sem verður síðan framkvæmt í vor. Síðan verður förinni heitið í sund og verður svo skemmtidagskrá út kvöldið og auðvitað gisting í boði fyrir þá sem vilja.

RUS-dagurinn mun kosta litlar 2000kr og fer skráning fram á https://skatar.felog.is/.

Þetta stefnir í ótrúlega skemmtilegan dag svo ekki láta þig vanta! Skráðu þig strax í dag. Hlökkum til að sjá ykkur!
-Ungmennaráð

Upplýsingar

Dagsetn:
25, mar 2017
Tími
13:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Álafossvegur 18
Álafossvegur 18
Mosfellsbær, 270 Iceland
+ Google Map