Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Rekka og Róverhelgi

15, júl 2016 l 20:00 - 17, júl 2016 l 13:00

Formót Landsmóts skáta fyrir rekka og róverskáta

Það eru fáir staðir á landinu sem bjóða upp á jafn frábært tækifæri til að upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt eins og Úlfljótsvatn. Ef þú ert Rekka- eða Róverskáti sem þyrstir í ný ævintýri þá er þetta tækifærið. Leiðangurinn mikli býður upp á krefjandi og fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Áhersla er lögð á að finna ný tækifæri í umhverfi okkar við Úlfljótsvatn til að upplifa útivist, samveru og allt það besta sem skátastarf hefur upp á að bjóða.

Markmið okkar allra þegar lagt er af stað í leiðangur er að læra og takast á við nýja hluti sem geta mótað og eflt okkur. Leiðangurinn snýst ekki aðeins um að komast frá einum stað til annars heldur líka um það sem gerist innra með okkur. Allt sem við upplifum hefur áhrif á okkur.

Ef þú kemst ekki á Landsmótið sjálft þarftu ekki að örvænta því þú getur tekið þátt í Rekka og Róver helginni. Skráningin fer fram hér!

Upplýsingar

Byrja:
15, júl 2016 l 20:00
Enda:
17, júl 2016 l 13:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni