Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fellur niður – Pepp í poka

8, sep 2017 l 20:00 - 10, sep 2017 l 16:00

Ath. Viðburðurinn fellur niður vegna ónógrar þátttöku

 

Reynum aftur síðar.

 

Ætlað sveitarforingjum og stjórnum skátafélaganna, 18 ára og eldri.

8.-10. september verður viðburðurinn „Pepp í poka“ haldinn á Úlfljótsvatni. Eflandi viðburður með það að markmiði að peppa félagsráðið til góðra verka.

Föstudagur
Á föstudegi verður farið yfir málefni skátahreyfingarinnar með léttum hætti og tekið þátt í hressandi kvölddagskrá.

Laugardagur
Á laugardagsmorgni munu fastaráð BÍS kynna starfsemi sína með þeim hætti að það nýtist í innra starfi skátafélaganna.

Eftirmiðdag laugardags verður farið í smiðjur varðandi fjárhagsáætlunargerð, aldursbilamót 2018, markaðsmál, samfélagsábyrgð, mannauðsmál skátafélaga, stefnumótun 2020, félagsráðsfundi, áætlunargerðir og sjálfsmatskerfi

Sunnudagur
Skátafundurinn, skátasveitirnar og sveitarforingjastarfið. Sveitarforingjar hvers aldursbils fyrir sig munu hittast og örkynningar á þeim viðburðum og verkefnum sem skátum stendur nú þegar til boða.

Allir eru hvattir til að mæta með margnota poka.

*Einstök verðlaun verða veitt fyrir það félag sem mætir með flottustu pokana.
*Einstök verðlaun veitt fyrir bestu (hlutfallslegu) mætingu.

:: Skráning fer fram hér og eru tveir valkostir í skráningu:

Pepp í poka – Helgin: 7000,- föstudagur-sunnudags, dagskrá, fæði, gisting inni eða úti.

Pepp i poka – Dagurinn: 4000,- laugardagur; dagskrá og fæði, ekki gisting.

 

Skráningu lýkur miðvikudaginn 6. september kl. 23:59

Við minnum á að ef félag ætlar að greiða fyrir sitt fólk verður félagið að senda skráningarnar í tölvupósti á skatar@skatar.is fyrir skráningarlok og Skátamiðstöðin skráir viðkomandi á viðburðinn. Annars verður viðkomandi að greiða útgefinn greiðsluseðil og fá endurgreiðslu hjá félagi.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Upplýsingar

Byrja:
8, sep 2017 l 20:00
Enda:
10, sep 2017 l 16:00
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

BÍS
Sími:
5509800
Netfang:
skatar@skatar.is
Vefsíða:
www.skatarnir.is

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni