Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Markaðssetning á netinu

28, nóv 2013 l 19:30 - 21:30

Er þitt skátafélag í takti við tímann?

Að nota samfélagsmiðla á árangursríkan hátt í markaðssetningu á netinu.

Mikilvægasti þátturinn fyrir skátafélög til að ná til almennings og skáta er góð markaðssetning á netinu.

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir – ekki er skilyrði að vera skáti.

Ath: Fræðslukvöldið er ókeypis fyrir alla.

Einstakt tækifæri til að fá leiðsögn frá sérfræðingum á þessu sviði!

Eftirfarandi erindi verða á dagskrá:

  1. Að nota samfélagsmiðla á árangursríkan hátt í markaðssetningu- Finnur Pálmi Magnússon, vörustjóri hjá tölvufyrirtækinu Meniga leiðbeinir um sérkenni samfélagsmiðla og þá möguleika sem þeir veita í markaðssetningu á skátastarfi og bendir á árangursríkar leiðir til að virkja þá. Finnur hefur unnið hér innanlands og erlendis við uppsetningu á vefmiðlum stærri fyrirtækja eins og Icelandair, RUV, Síminn, Sony Playstation og Nokia auk þess að vinna að samfélagsmiðlunarverkefnum eins og vinnu Stjórnlagaþings á þeim vettvangi.
  2. Ertu undirbúin/n fyrir framtíðina?- Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjónlags, sem hefur lagt sérstaka áherslu á stafræna miðla í markaðssetningu, segir frá reynslu sinni, hvernig hann kynntist markaðssetningu á netinu, hvernig hann hefur nýtt sér hana og hverju það skilaði. Kristinn var áður ráðgjafi og markaðsstjóri hjá Capacent til margra ára og framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá 2007 – 2011. Hann situr nú í stjórn B.Í.S.

Skráning hér

Ath. að haldið verður áfram með þá tilraun að streyma Fræðslukvöldi út á netið. Smellið á linkinn HÉR.

Skátaforingjar og aðrir sjálfboðaliðar í skátastarfi, starfsmenn BÍS og allir þeir sem hafa áhuga á öflugri miðlun um skátastarf ætla að eiga saman góða kvöldstund í Skátamiðstöðinni um Markaðssetningu á netinu.

Skátarnir vilja blása til sóknar um bætta kynningu á starfi sínu. Vefurinn skatarnir.is opnaði í ágúst og unnið er að endurnýjun vefsins skatar.is, auk þess sem mörg skátafélög tóku boði Skátamiðstöðvar um nýja vefi. Á vegum upplýsingaráðs er unnið að ímyndarmótun og breyttri ásýnd skáta. Skátar eru hvattir til að sýna frumkvæði í kynningu á starfi sínu og miðla því á internetinu.

Fræðslukvöldum BÍS er ætlað að gefa skátafélögum á Íslandi verkfæri til að efla skátastarf og leiða saman skáta og áhugafólk um skátastarf til að eiga skemmtilega kvöldstund í Skátamiðstöðinni. Tilgangurinn er að auðvelda skátafélögum að vinna að markmiðum skátahreyfingarinnar.

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir á Fræðslukvöld BÍS. Skátafélög eru sérstaklega hvött til að láta foreldra og aðra úr stuðningsneti sínu vita af Fræðslukvöldunum og hvetja þá til að koma með.

Nánari upplýsingar gefa:

Ingibjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri BÍS, ingibjorg@skatar.is

og Ása Sigurlaug Harðardóttir, verkefnastjóri fullorðinsfræðslu, asa@skatar.is

S: 550-9800

Upplýsingar

Dagsetn:
28, nóv 2013
Tími
19:30 - 21:30
Viðburður Category:
Tök Viðburður:

Skipuleggjandi

BÍS
Sími:
5509800
Netfang:
skatar@skatar.is
Vefsíða:
www.skatarnir.is

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbæ 123
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
www.skatarnir.is