Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Landsmót rekka- og róverskáta í Þórsmörk

12, júl 2018 l 08:00 - 15, júl 2018 l 17:00

Náttúrulega 2018 – Landsmót Rekka- og Róverskáta

Landsmót Rekka- og Róverskáta verður haldið í Þórsmörk dagana 12.-15. júlí en hefst raunverulega í Landmannalaugum að kvöldi 9. júlí. Þar gista öflugir skátar eina nótt áður en Laugavegurinn verður genginn á þremur dögum. Gengið verður á fyrsta degi í Álftavatn. Á öðrum degi í Emstrur og á þriðja degi í Bása kvöldið áður en mótið hefst formlega. Boðið verður upp á trúss á tjöldum og búnaði en gengið verður með dagpoka. Skátar sjá sjálfir um fæði á göngunni. Settur verður á fót gönguhópur skáta til undirbúnings fyrir gönguna.

Skátar eru hvattir til að fjölmenna Laugaveginn en þeir sem hafa ekki kost á því geta komið beint í Bása á mótið.

Mótið hefst 12. júlí í Básum í Goðalandi þar sem náttúran og umhverfið verður nýtt til hins ýtrasta í dagskrá utan og innan tjaldbúða þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upp á stutt og löng hæk í ævintýralegu umhverfi, samfélagsverkefni, náttúrusmiðjur og áskoranir sem hæfa hverjum og einum hvort sem áhugasviðið er útivist eða tjaldbúðarlíf. Þátttakendur munu fá að kynnast umhverfinu og lagt verður áherslu á útilíf og útieldun.

Mótsgjaldið fyrir Laugaveginn og Bása: 9.-15. júlí er 26.000 kr., innifalið er búnaðartrúss, tjaldsvæði á Laugavegi, öll dagskrá, tjaldsvæði og fæði á meðan móti í Básum stendur.
Mótsgjaldið fyrir Bása: 12.-15.júlí er 15.000 kr., innifalið er öll dagskrá, tjaldsvæði og fæða á meðan mótinu stendur.

Gert er ráð fyrir að skátafélög og eða þátttakendur komi á eigin vegum á mótsstað og ekki er gert ráð fyrir hópferð í rútum en hægt verður að óska eftir rútufari til og frá mótsstað ef áhugi er fyrir.

Skráning fer fram á skatar.felog.is og henni lýkur á miðnætti 4. júlí.

Hér má sjá upplýsingabréf sem inniheldur allar helstu upplýsingar um mótið!

Frekari upplýsingar má nálgast á http://fb.me/natturulega2018 og hjá Óskari Þóri.

Upplýsingar

Byrja:
12, júl 2018 l 08:00
Enda:
15, júl 2018 l 17:00
Viðburður Category: