Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Landsmót dróttskáta í Viðey

20, jún 2018 l 18:00 - 24, jún 2018 l 17:00

Smelltu hér til að nálgast lykil upplýsingar um mótið.

 

Fyrsta aldursbilamót dróttskáta þar sem skátarnir hittast og taka þátt í æsispennandi dagskrá, takast á við ýmis skemmtileg verkefni og lenda í ævintýrum!

Landsmót dróttskáta verður haldið helgina 20.-24. júní í Viðey.
Þar fara Landnemar með mótsstjórn enda með mikla reynslu af mótshaldi í eyjunni.

Þema mótsins er ÚT sem mun fléttast inn í dagskrá mótsins á ýmsan hátt.

Mótsgjaldið er krónur 20.000, innifalið eru ferðir frá Sundahöfn, öll dagskrá, grillveisla og bryggjuball síðasta kvöldið.

Mótinu verður skipt upp í nokkur goðorð og verða um 40 skátar í hverju þeirra. Í hverju goðorði verður eitt sameiginlegt samkomutjald með borðum og bekkjum auk eldunaraðstöðu.
Hver dróttskátasveit sendir a.m.k. einn foringja fyrir hverja 12 dróttskáta. Foringjalausir einstaklingar og hópar verða að slást í för með sveitum með foringja/fararstjóra.

Skráning fer fram á skatar.felog.is og hefur frestinum verið framlengt til 8. júní!

Frekari upplýsingar veita Landnemar, landnemi@landnemi.is

Hér má nálgast upplýsingabréf um mótið.

 

Upplýsingar

Byrja:
20, jún 2018 l 18:00
Enda:
24, jún 2018 l 17:00
Viðburður Category: