Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

 • This event has passed.

Landsmót 40+ á Úlfljótsvatni

27, jún 2014 l 20:00 - 29, jún 2014 l 17:00

Dagana 27.-29. júní fer fram landsmót eldri skáta og verður það haldið á Úlfljótsvatni. Markmið mótsins er að skapa vettvang fyrir eldri skáta til að koma saman, endurnýja vinskapinn og upplifa aftur „liðin sumur og yndisleg vor”.

Landsmót skáta 40+ er opið öllum eldri skátum, fjölskyldum þeirra og velunn­urum. Þrátt fyrir að titill mótsins sé „40+“ þá er ekki verið að vísa í aldurstakmark heldur aðeins verið að undirstrika að markmiðið er að ná til eldri skáta á öllum aldri og verða megin áherslur í dagskránni fyrir aldurshópinn 22 ára og uppúr.

Við komuna á Úlfljótsvatn  skrá gestir sig í Þjónustumiðstöðinni og ganga frá móts- og gistigjaldi. Þar fást upplýsingar um hvar svæði gömlu skátafélaganna eru.

Mótsgjald er aðeins 2.500 krónur og gistigjald er aðeins 1.200 kr. per. mann per. nótt. Aðeins er greitt fyrir 16 ára og eldri. Þeir sem þess óska geta fengið gistingu í skála og er verðið 3.400 kr. per. nótt, auk þess er rafmagn í boði á 700 krónur per. nótt.

Sjá nýjustu útgáfu af dagskrá á Facebook síðu viðburðar

Líf og fjör á Úlfljótsvatni

Líf og fjör á Úlfljótsvatni

Föstudagur 27. júní:

 • Tjaldsvæði Landsmóts skáta 40+ opnar formlega
 • Golfvöllurinn við Fræðasetrið opin allan daginn
  Vallarskorkort afhent í Fræðasetrinu – ekkert gjald
 • Fræðasetur skáta opið frá kl. 13:00 – 19:00
 • Veiði í Úlfljótsvatni fyrir mótsgesti
  Munið bara eftir að taka veiðistöngina með ykkur á mótið
 • Mótssetning og varðeldur kl. 21:00
 • Kaffihúsastemmning eldri skáta hefst kl. 22:00.
  Að sjálfsögðu verðum við aftur með kaffi, kakó og vöfflur

Laugardagur 28. júní:

 • Opin dagskrá og fjöldi dagskrártilboða
  Veiðikeppni, skemmtileg og uppbyggjandi verkefni í þágu staðarins og Fræðasetur skáta opin allan daginn
 • Íslandsmeistaramót skáta í Folfi kl. 10:00
  Keppt verður í karla- og kvennaflokki
 • Gönguferðir undir leiðsögn kl 13:00 (ath. breyting frá fyrstu dagskrá)
  Þrjár mismunandi leiðir farnar undir leiðsögn:
  Þrjár mismunandi leiðir farnar undir leiðsögn:
  – Langa gangan: Gunnar Atlason kynnir starfsemi Fræðaseturs skáta og sýnir merkilega hluti
  – Miðlungsgangan: Brynjar Hólm Bjarnason kynnir starf Skógræktarfélags skáta á staðnum
  – Stutta gangan: Haukur Haraldsson fer með fólkið um Gilwell-skálann og endar í Úlfljótsvatnskirkju þar sem Björgvin Magnússon DCC verður á milli klukkan 14:00 – 15:00.
 • Íslandsmeistaramót skáta í golfi kl. 15:00
  Mótið fer fram á golfvellinum við Fræðasetur skáta
 • HM í beinni útsendingu í Fræðasetri skáta Úlfljótsvatni 15:00 – 18:00  – við Ljósafossstöð: Leikur Brasilíu og Chile í beinni á breiðtjaldi í Stofu Björgvins Magnússonar
 • Landsmótsgrillið kl. 18:30
  Sameiginlegt grill er á tjaldsvæðinu eins og í fyrra. Kveikt
  verður upp í grilli og hver og einn kemur með sinn mat
 • Hátíðarvarðeldur kl. 21:00
  Dúndrandi söngur, skemmtiatriði og tilheyrandi
 • Kaffihúsastemmning eldri skáta hefst kl. 22:00.
  Að sjálfsögðu verðum við aftur með kaffi, kakó og vöfflu

  Sunnudagur 29. júní:

 • Tjaldbúðaskoðun með gamla laginu kl. 10:30
 • Opin dagskrá og fjöldi dagskrártilboða
  Veiði í vatninu, kaffihúsastemning í lokin og ýmis verkefni
  í þágu staðarins. Fræðasetur skáta opið frá kl. 10  – 12
 • Brekkusöngur og mótsslit kl. 13:30

 

http://issuu.com/gjonsson/docs/gjallarhornid_2-tbl_21-starfsar_apr

Upplýsingar

Byrja:
27, jún 2014 l 20:00
Enda:
29, jún 2014 l 17:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
Vefsíða:
http://issuu.com/gjonsson/docs/gjallarhornid_2-tbl_21-starfsar_apr

Skipuleggjandi

Smiðjuhópurinn
Vefsíða:
http://eittsinn.is/

Staðsetning

Grundarfjörður
Grunnskóli Grundarfjarðar
Grundarfjörður, Snæfellsnes 350 Iceland
+ Google Map