Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hinseginfræðsla

21, feb 2019 l 19:00 - 21:30

21. febrúar mun BÍS bjóða sjálfboðaliðum 16 ára og eldri upp á ókeypis Hinsegin Fræðslu frá Samtökunum 78.
Við hvetjum alla til að taka þátt!
Frekari upplýsingar hér að neðan.

Hefuru heyrt um pankynhneigð? Hvað er kynsegin? En þetta hán?

Hinsegin regnhlífin er sífellt að stækka og því fylgja allskonar hugtök sem ekki allir þekkja.

Í þessari fræðslu verður farið yfir helstu hugtökin sem tengjast hinsegin heiminum og hvers vegna það er gott að þekkja þau í starfi með ungu fólki. Hinsegin ungmenni geta staðið höllum fæti og því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um málefni þeirra í hvers kyns æskulýðsstarfi.

Leiðbeinandi er fulltrúi Samtakanna 78

Námskeiðið fer fram í Hraunbæ 123, húsið opnar 19:00 og fræðslan hefst á slaginu 19:30 og lýkur 21:30.
Námskeiðið er frítt.

Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta tekið þátt í gegnum fjarfundarbúnað!

Skráning fer fram á skatar.felog.is

Upplýsingar

Dagsetn:
21, feb 2019
Tími
19:00 - 21:30