Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Eyjapepp

15, sep 2017 - 17, sep 2017

Eyjapepp verður haldið helgina 15-17.september næstkomandi í Vestmanneyjum.  Námskeiðið er tvískipt, annars vegar dróttskátanámskeið og hins vegar rekka og róverskáta námskeið.

Á dróttskátanámskeiðinu verður áherslan lögð á að skátarnir læri það sem þarf til að þeir geti á eigin forsendum og frumkvæði sett upp vetrarstarfið sitt og séu undirbúin til að bera ábyrgð á sjálfum sér í starfi og leik.

Á rekka og róverskáta námskeiðinu er áherslan á verkþætti sem gera skátana hæfari til að sinna aðstoðarforingjahlutverkum í sínu félagi,lögð er áhersla á skýraran dagskrárramma, þemavinnu, framkomu og að vera leiðtogi meðal jafningja.  Einnig er tekið fyrir hvernig rekkaskátinn sjáfur getur starfað á eigin vegum í sínu skátastarfi.

Eins og áður fer ölll fræðsla fram með athafnanámi, leik og með því að reyna hlutina á eigin skinni.  Skátapepp námskeiðin eru ævintýri frá upphafi til enda og nú reynum við á okkur í stórfenglegri náttúru Heymaeyjar.  Við nýtum okkur staðsetninguna í allri dagskrá, ætlum að reyna fyrir okkur í sprangi, göngum, og pysjuveiðum auk þess að kynnast skátastarfinu í Vestmanneyjum og þeirri aðstöðu sem Faxi hefur upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar veitir Harpa Ósk í harpaosk@gmail.com og síma 659-8088

Verð 12.900 kr sem greiðist við skráningu. Skráning virkjast ekki án greiðslu.

 

 :: Skráning fer fram hér! 

ATH! SKRÁNINGU LÝKUR AÐ KVÖLDI 10. SEPTEMBER. EKKI VERÐUR HÆGT AÐ BÆTA VIÐ SKRÁNINGUM EFTIR ÞAÐ. ÓSKRÁÐIR FÁ EKKI AÐ FARA MEÐ Á VIÐBURÐINN.

Hægt er að fá aðstoð við skráningu í Skátmiðstöðinni í síma 550-9800 til kl. 17:00 þann 10. september.

 

Mæting föstudag í Landeyjarhöfn kl.19 eða í Mjódd kl.16 til að fara í Strætó (á eigin kostnað)

Komutími sunnudag 19:45 í Landeyjarhöfn og 21:45 í Mjódd

Upplýsingar

Byrja:
15, sep 2017
Enda:
17, sep 2017
Viðburður Category:

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni