Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Gilwell-leiðtogaþjálfun, 1. skref

30, sep 2017 l 09:00 - 17:00

Skátaaðferðin-starfsgrunnur skáta (1. skref af 5)
Gilwell-leiðtogaþjálfun – 18 ára og eldri

Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.
Sérstök áhersla er lögð á:

  • Skátaaðferðina og mismunandi útfærslur hennar fyrir aldursstigin fimm (drekaskáta, fálkaskáta, dróttskáta, rekkaskáta og róverskáta). Athyglinni er sérstaklega beint að flokkakerfinu og táknrænni umgjörð skátastarfs.
  • Stigvaxandi áherslu á sjálfstæði, virkni og ábyrgð skátanna eftir aldri þeirra og þroska.
  • Notkun handbóka fyrir sveitarforingja.
  • Hvað er það sem gerir skátafundi og skátaviðburði árangursríka?
  • Hvernig virkjum við ungt fólk?

Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrirþetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.
Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra einhliða „eins og herforingi“. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“.

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við undirritaða,

:: Skráning fer fram hér!

Dagbjört Brynjarsdóttir

Verkefnastjóri fræðslu- og dagskrármála

dagga@skatar.is 

Upplýsingar

Dagsetn:
30, sep 2017
Tími
09:00 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Skátamiðstöðin