Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Endurfundir

13, nóv 2017 l 11:30 - 13:30

Áfram ENDURFUNDIR !

Nú 13. nóvember n.k.

Við undirbúum af krafti næstu ENDURFUNDI eldri skáta í Hraunbænum.
Síðast sýndum við nokkrar ljósmyndir m.a. frá Landsmótinu 1962 á Þingvöllum. Það vakti mikla lukku, svo nú verður tekið stærra skref í þá átt.
N.k. mánudag, 13. nóvember, munum við rifja upp fleiri minningar frá þessu móti. Sagt verður frá dagskrá þess og við rifjum upp skátasöngvana, „Bjart er um Þingvöll og Bláskógarheiði“ og „Sátum við áður fyrr, saman á kvöldin“ og enn fleiri söngva frá þessum tíma. Skátasafnið/Fræðasetrið sýnir okkur jafnframt myndefni frá þessu 50 ára afmælismóti, – stórmóti sem margir eiga góðar minningar um.Við hvetjum sem flesta til að koma á ENDURFUNDI og láta líka gamla skátavini vita.

Húsið opnar kl. 11:30

Bakhópurinn.

 

Hittumst í góðra vina hópi til hádegisverðar og samveru í Skátamiðstöðinni.

Á fundunum eru kynningar til fróðleiks eða skemmtunar. Á boðstólnum er súpa, brauð og ýmislegt meðlæti, selt á lágu verði. Annars er tilgangur þessara endurfunda að gefa skátum, sérstaklega þeim eldri sem ekki eru í reglulegu skátastarfi, tækifæri á að hittast og spjalla saman, rifja upp gamla góða daga og „tengja fastara bræðralagsbogann“. Um 40-50 manns hafa sótt þessa fundi mánaðarlega og er mikil ánægja ríkjandi með þetta framtak.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
13, nóv 2017
Tími
11:30 - 13:30

Staðsetning

Skátamiðstöðin