Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

DS. Vitleysa

10, apr 2015 l 08:00 - 12, apr 2015 l 17:00

DS. Vitleysa verður haldin helgina 10.-12. apríl

Að þessu sinni verður gengið á milli Þrists, skátaskála Kópa undir móskarðshnjúkum í Vífilsbúð, skátaskála Vífla í Heiðmörk. Mótið er sett upp á sama hátt og árin á undan.

Gengið verður rúmlega 17 km leið með 5-6 póstastöðvum á leiðinni. Á hverri póstastöð eru þrír póstar og flokkurinn leysir þá til að safna stigum í stigakeppni.

Mótið er flokkakeppni og skulu flokkarnir samanstanda af 4-6 skátum, ekki er leyfilegt að vera í stærri flokkum en það.

Aukastig eru gefin fyrir að gista úti í tjaldi. Ef flokkurinn hefur áhuga á að gista í slíku en getur ekki útvegað sér sjálfur getur hann haft samband við skipuleggjendur mótsins.

Mæting er í Þrist 19:30 á föstudeginum og brottför eru úr Vífilsbúð 14:30 á sunnudeginum. Verð er 4000.- kr

Í verði er innifalið skálagjald, dagskrá, morgunmatur báða daga og kvöldmatur á laugardeginum.

Skráning

Fyrir hönd D.S Vitleysu

Sigurgeir Bjartur
gsm: 867-0604
e-mail: sigurgeir_b@hotmail.com

 

 

 

Upplýsingar

Byrja:
10, apr 2015 l 08:00
Enda:
12, apr 2015 l 17:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,