Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Dróttskátadagurinn

23. febrúar l 13:00 - 17:00

Hvað? – Heill dagur af fjöri! Skemmtileg og krefjandi dagskrá, heitt kakó og varðeldur!

Fyrir hverja? – Alla dróttskáta á landinu!

Hvar? – Á Selfossi

Hvað kostar? – 0 krónur!

Ath. það er í boði að gista, og það verður frítt í sund. ♥ Nánari upplýsingar neðar á síðunni ↓

Mæting er við Glaðheima, skátaheimili Fossbúa á Selfossi, kl. 13:00 og þá hefst leikurinn!
Strætó nr. 51 fer frá Mjódd þann daginn kl. 11:29 og við mælum með að sem flestir reyni að nýta sér þann kost!
Svo fer strætó nr. 52 frá Mjódd kl. 11:59 ef svo ólíklega vill til að einhverjir missi af fyrri strætónum.
(ATH: passið að fylgjast með á straeto.is eða í appinu til að vera viss um að þessi áætlun standist)

 

Boðið verður upp á gistingu fyrir þá sem það kjósa, og einnig verður öllum dróttskátum boðið frítt í sunda á Selfossi þessa helgi ef mætt er í laugina með skátaklútinn.
Skilyrði fyrir því að gista er að vera í fylgd með foringja, hvort sem það þýðir að foringi fylgi sinni sveit eða að stakur skáti fái að slást í för með fararhóp úr öðru félagi.

Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda línu á Unni Líf, Fossbúa og þjónustufulltrúa BÍS á netfangið unnurlif@skatar.is

Útbúnaður (ótæmandi):
– SKÁTAKLÚTUR
– Hlý föt
– Góðir skór
– Nesti fyrir allan þann tíma sem þið verðið á Selfossi
– Sundföt ef þið ætlið í sund + handklæði
Ef þið gistið:
– Dýna
– Svefnpoki + koddi

Upplýsingar

Dagsetn:
23. febrúar
Tími
13:00 - 17:00