
- This event has passed.
Drekaskátamót
4, jún 2016 l 10:00 - 5, jún 2016 l 17:00

Helgina 4.-5. júní verður hið árlega Drekaskátamót.
Mótið verðu haldið á Úlfljótsvatni og eru allir drekaskátar velkomnir
Tímasetningar
Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti á svæðið um klukkan 10:00 að morgni laugardagsins 4. júní, mótssetning er klukkan 12:30. Mótsslit verða klukkan 15:00 á sunnudeginum 5.júní.
Skráning
Búið er að opna fyrir skráningu á mótið, skatar.is/viðburdaskraning. Skráningarfrestur er til 15. mai 2016, mikilvægt er að virða þennan skráningarfrest til að allir geti fengið mótseinkenni og kvöldmat.
Mótsgjald
Mótsgjaldið er 5.500 kr fyrir drekaskáta, innifalið í því er gisting, kvöldmatur á laugardagskvöldi, kvöldkaffi á laugardagskvöldi, mótseinkenni og öll dagskrá. Við þetta getur bæst sameiginlegur kostnaður á vegum skátafélaganna.
Greiðslur
Til að auðvelda allt utanumhald biðjum við skátafélögin um að innheimta mótsgjöldin sjálf og BÍS mun síðan innheimta skátafélögin eftir mótið.
Fyrirspurnir má senda á netfangið drekaskatamot@skatar.is
Með skátakveðju