Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Dagur íslenskrar náttúru

16, sep 2017

Viðburður Navigation

Dagur íslenskrar náttúru er að venju þann 16. september og verður hann haldinn hátíðlegur í 7. sinn í ár.

Dagur íslenskrar náttúru er kjörið tækifæri til að beina sjónum að þeim auð sem felst í íslenskri náttúru, í stóru og smáu samhengi. Frá upphafi hafa sveitarfélög, skólar, stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök fagnað Degi íslenskrar náttúru með fjölbreyttum hætti; efnt til viðburða, vakið athygli á málefnum sem varða íslenska náttúru eða haft náttúruna sem þema við leik og störf á þessum degi eða í tengslum við hann. Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn eru minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN.

Nánari upplýsingar eru að finna á vef Stjórnarráðsins á slóðinni: www.stjornarradid.is/din

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun skrá alla viðburði sem því er kunnugt um á sérstakri dagskrársíðu á vef Stjórnarráðsins og má senda upplýsingar um þá á netfangið bergthora.njala@uar.is.

Upplýsingar

Dagsetn:
16, sep 2017
Viðburður Category: