Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Bland í poka – Fellur niður

7, okt 2016 - 9, okt 2016

Viðburðurinn fellur því miður niður vegna ónógrar þátttöku.

 

Á viðburðinum Bland í poka bjóðast þátttakendum fjölmörg ör-námskeið um allt og ekkert sem að gagni getur komið í skátastarfinu. Viðburðurinn er hins vegar ekki síður tækifæri til þess að taka sér örstutt frí frá foringjastörfunum og njóta þess að vera þátttakandi.
Á ör-námskeiðunum verður m.a. fjallað um útilíf í skátastarfi, leiki, listir, handverk, stjórnun skátafélaga, foringjastarfið, umgjörð skátafélaga, innra starf skátafélaga og ýmislegt fleira.
Mikilvægasti þáttur helgarinnar er samt samtal þátttakenda sín á milli.
Ef þú hefur hugmynd að ör-námskeiði skaltu endilega hafa samband við julius@skatar.is og koma hugmyndinni á framfæri.
Eins og áður verður Bland í poka haldið á Laugum í Sælingsdal, en þar er frábær aðstaða fyrir viðburð sem þennan.
Bland í poka verður dagana 7.-9. október og er verðið kr. 11.900,- innifalið er gisting, matur og öll dagskrá. Gert er ráð fyrir að hver og einn komi sér á staðinn.

Upplýsingar

Byrja:
7, okt 2016
Enda:
9, okt 2016
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Laugar
Sælingsdal
Dölunum, 371 Iceland
+ Google Map